Sumarsýning HRFÍ – úrslit

17310114_1276379915748857_2482026504998665456_o                      19400137_1764713693556152_4472196713146832125_n

Veiðimela Krafla                                                        Munkefjallets Mjöll

Reykjavík Winner sýning HRFÍ laugardaginn 24.júní
Snögghærður:
Veiðimela Jökull, Excellent, meistaraefni, ísl.meistarastig (verður ísl.meistari) RW-17, BH1, BOB.
Jökull náði ekki sæti í úrslitum í Th-7.
Rampen’s Ubf Nina, Excellent, meistaraefni, ísl.ungliðameistarastig, ísl.meistarastig, RW-17, BT1, BOS.
Nína fór í úrslit um besta ungliða sýningar en fékk ekki sæti.
C.I.B. (Pending) ISCh Veiðimela Krafla, Excellent, meistaraefni, BT2
Veiðimela Gló, Excellent, meistaraefni, BT3
Veiðimela Karri, Excellent.
Ræktunarhópur Veiðimela, excellent og heiðursverðlaun
Stangarheiðar Bogi, Excellent , meistarefni  BH.2
Bendishunda Darri, Excellent
Strýhræður:
Munkefjallets Mjöll Excellent, m.efni  ísl. m. stig BOB  RW-17
Alþjóðleg sýning sunnudaginn 25.júní
Snögghærður:
CIB (Pending) ISCh. Veiðimela Krafla. Exc.m.efni. BT1. Cacib BOB
Veiðimela Jökull. Exc.m.efni.meist.stig. BH1.Cacib.BOS.
Veiðimela Gló. Exc.m.efni.BT2.ísl.meistarastig.vara Cacib
Veiðimela Karri. Exc.m.efni.BH3
Rampen’s Ubf Nina. Good
Veiðimela ræktunarhópur, Excellent, heiðursverðlaun
Stangarheiðar Bogi, Excellent, m.efni, ísl.m.stig og vara CACIB. 2 BH
Bendishunda Darri, Exellent
Strýhræður:
Munkefjallets Mjöll Excellent, m.efni  m.efni CACIB – BOB
Við óskum öllum til hamingju með árangurinn 🙂
Birt með fyrivara um villur …
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sumarsýning HRFÍ – úrslit

Vinningshafinn verðlaunaður

Heiðaspor gaf verðlaunin í Ljósmyndakeppnina, og hér veittu fyrirsæturnar á vinningsmyndinni þeim móttöku fyrir hönd Þorsteins Friðrikssonar 😉
Við þökkum Heiðaspori fyrir stuðninginn.
18493639_10210934538751147_636106088_o
Vinningsmyndin:
1

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vinningshafinn verðlaunaður

Vorsteh hundum gékk frábærlega á Kalda

Kaldapróf FHD fór fram um síðustu helgi og er óhætt að segja að Vorstehhundum hafi gengið vel 🙂
Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Snögghærður Vorsteh) stóð sig mjög vel á fyrsta degi, landaði öðru sæti í KF, en í fyrsta sæti var Enski Setterinn Hera ertir frábæra vinnu. Veiðimela Karri (Snögghærður Vorsteh) fékk svo 1.eink í OF og Veiðimela Gló(Snögghærður Vorsteh) 3.eink. Húsavikur Kvika (ES) fékk líka 3. einkunn.

Á öðrum degi prófs var það Fjallatinda Alfa (Snögghærður Vorsteh) sem fékk 1. sæti í KF. Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Snögghærður Vorsteh) fékk aftur 2. sæti, Munkefjellets Mjöll (Strýhærður Vorsteh) 3. sæti og Fóellu Kolka (Breton) 4. sæti.
Veiðimela Karri (Snögghærður Vorsteh) fékk 2. einkunn í OF og Karra Kalda verðlaunagripinn fyrir flesta standa og reisningar. Veiðimela Gló (Snögghærður Vorsteh) fékk 2. einkunn og Veiðimela Jökull (Snögghærður Vorsteh) 3. einkunn.
Hafrafells Askja (ES) fékk 2. einkunn og var besti hundur í OF.
Sannkallaður Vorsteh dagur 🙂

Þriðji dagur Kalda prófs FHD endaði þannig að í keppnisflokki var það Heiðnabergs Gleipnir von Greif (Snögghærður Vorsteh) sem landaði 1. Sætinu
Í unghundaflokki var það Bylur (breton) sem hlaut 1. einkunn og var besti hundur prófs í þeim flokki.
Í opnum flokki voru einkunnahafar Veiðimela Gló (Snögghærður Vorsteh) sem hlaut 1. einkunn og var besti hundur prófs í þeim flokki og Loki (Hugo – snögghærð Vizsla) sem hlaut 3.einkunn.

Dómarar prófsins voru þrír, þeir Sigmund Nyborg og Robert Gill frá Noregi ásamt Guðjóni Arinbjarnarsyni.

Birt með fyrirvara um villur.

Við óskum öllum sætis og einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn um helgina
Áfram Vorsteh !! 😉   … nokkrar myndir:

 

JS   Gunnar Pétur
Lalli   hópmynd1

hópmynd2   hópmynd

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorsteh hundum gékk frábærlega á Kalda

Flottar systur

Fjallatinda systurnar eru núna 7 vikna og styttist í afhendingu 🙂 Flottar og sprækar stelpur sem eflaust eiga eftir að finna ófáar rjúpurnar í framtíðinni, enda undan frábærum veiðihundum.
Enn er möguleiki á að tryggja sér hvolp úr gotinu. Hafið samband við Gunnar Pétur í síma  893-3123.
18342695_688132181389308_6460178014852770584_n 18402824_688132261389300_7304205080716097449_n 18403091_688132281389298_2446314221366747238_n

18423798_688132214722638_5587301767194784116_n 18423814_688132161389310_6782383999448256695_n 18423834_688132138055979_2849293361512803296_n

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Flottar systur

10 ára afmæli í dag !!

Gaman að segja frá því að 6.5.2007, fyrir 10 árum í dag fæddust hvolpar sem hafa vægast sagt haft góð áhrif á stofninn okkar í snögghærðum Vorsteh.
Það var ISVCH Zeta, eigandi Steinar Ágústsson, sem var pöruð með Töfra Duck out of luck Nero.
Svo að það sé örlítið farið í ættfræðina þá er Zeta undan Flugu ( Charleswood Fortuna ) sem Gunnar Bjarnason flutti inn og Gæfu Axel sem Alli Kalli átti og var úr fyrsta vorstehgotinu á Íslandi hjá Ívari Erlends.
Tveir af hvolpunum úr þessu goti voru C.I.B. ISCh Zetu Krapi og C.I.B. ISCh Zetu Jökla.
Krapi er í eigu Gunnars Bjarnasonar, og er pabbi Bendishundana og Jökla er í eigu Péturs Alan, og er mamma Veiðimelahundana. Það þarf ekki að útskýra það frekar 🙂
Til hamingju með daginn Pétur og Gunnar með Jöklu og Krapa og til hamingju Steinar með gotið 🙂
Hér eru nokkrar myndir af þeim systkinum.
Zetu Krapi 3
Krapi á flottum stand

Zetu Jökla 3
Jökla sækir rjúpu

 

IMG_2228
Krapi virðulegur


Zetu Jökla
Flott mynd af Jöklu


zetu Jökla 2
Jökla reisir rjúpu


IMG_2176
Krapi á búinn að staðsetja rjúpuna

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við 10 ára afmæli í dag !!

Úrslit Ljósmyndakeppninar

Þá er skemmtilegri ljósmyndakeppni lokið. Margar flottar myndir bárust og þökkum við fyrir það. Gaman að þessu.
Óháður aðili var fenginn til að dæma, en það var Stein Ole Hagen , norskur ljósmyndari og veiðihundakall 🙂
Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sætin, en það er fóður frá Heiðaspor, og við þökkum kærlega fyrir þann stuðning.
Stein skrifaði smá texta ( á norsku ) um hverja mynd … og við látum ykkur um að þýða það.
Hægt er að smella á myndirnar til að fá þær aðeins stærri.

1.Verðlaun hlýtur Þorsteinn Friðriksson
1

Nydelig ekte bilde ( presise ES ) rein jakt sitvasjon !

 
2.verðlaun hlýtur Hannes Bjarnason
2

Stram fin stad , nydelig vinkel for foto

 

3. verðlaun hlýtur Guðmundur Pétursson

3

Igjen jakt mangler litt på stram stand . Muligens unghunden ? Fin dybde og komposisjon i bildet .

 

4. verðlaun hlýtur Bjarnþóra María Pálsdóttir

4

Et veldig fint bilde . Men jeg synes kyllingen ( trost ?) kan få fred ?

 

5. verðlaun hlýtur Guðni Stefánsson
5
En ekte jakt sene ( muligens anspent jeger ) Høy sansynelig fotografert i Norge ?

Stjórn þakkar öllum þáttökuna og ljóst að það verður sett í gang önnur keppni áður en langt um líður 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit Ljósmyndakeppninar

Örstutt samantekt – IRSK prófið

Á fyrsta degi prófs náði Enski pointerinn Vatnsenda Karma 1.einkunn í unghundaflokki. Veiðimela Karri ( Vorsteh ) náði 3.einkunn í Opnum flokki. Aðrir náðu ekki einkunn þann daginn.
Á öðrum degi náði svo Vatnsenda Karma 2.einkunn í UF og og varð besti hundur prófs í UF. Vorstehhundarnir Veiðimela Yrja og Veiðimela Karri náðu 3.einkunn í OF og varð Karri valinn besti hundur prófs í OF.
Við óskum einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Á þriðja degi var svo Keppnisflokkur. 1.sæti hreppti Enski pointerinn Vatnsenda Kjarval og í 2.sæti varð Heiðnabergs Bylur ( Vorsteh ) Aðrir náðu ekki sæti.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
Þannig að það voru Enskur pointer og Vorsteh sem gerðu það gott um helgina 🙂

Kjarval

Kjarval sem hvolpur 🙂 Af litlum neista verður oft mikið bál 😉


Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Örstutt samantekt – IRSK prófið

Breytingar á reglum um ættbókarskráningu.

Kynning á breytingum á „reglugerð um skráningu í ættbók“ sem stjórn HRFÍ samþykkti nýverið er hægt að lesa HÉR
Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að kynna sé þær.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Breytingar á reglum um ættbókarskráningu.

Vorpróf DESÍ – úrslit helgarinnar

Vorsteh gerði gott mót um helgina í Vorprófi DESÍ 🙂
Á laugardeginum var það Lárus Eggertsson með Munkefjellets Mjöll (strýhærður Vorsteh ) sem landaði 1.einkunn og varð besti hundur prófs, og við óskum Lalla til hamingju með það.
Svo á sunnudeginum náði Unnur Unnsteinsdóttir með snögghærða vorstehhundinn Veiðimela Kröflu 1.einkunn og Guðni Stefánsson með strýhærða vorstehhundinn GG Sef 2.einkunn. Innilega til hamingju með árangurinn bæði tvö.
Farandgripurinn Rjúpan var svo veittur besta hundi helgarinnar sem var Munkefjellets Mjöll.
Dómari var Guðjón Arinbjarnarson.
Flott próf hjá DESÍ, nóg af fugli og fínt veður 🙂
Hér eru myndir af vinningshöfum helgarinnar og hægt er að smella á þær til að stækka.

17886880_1662062347154621_770481765_o    17887198_1662062190487970_1000436311_o    17886706_1662062110487978_902046976_o

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Vorpróf DESÍ – úrslit helgarinnar

RIUS Námskeið

RIUS námskeið
Stjórn Vorstehdeildar hefur ákveðið að halda RIUS námskeið. Námskeiðið miðar að því að ná fram ró við uppflug og skot og verður notast við dúfur og kastara.
Allar hundategundir velkomnar 🙂
Það er takmarkað pláss og gildir prinsippið fyrstur kemur fyrstur fær.
Verðið er 1000kr
Guðni Stefánsson kennir og sýnir eftir norskri fyrirmynd.
Hittingur við Sólheimakot Laugardaginn 1.April kl 10:00
Skráning á vorsteh@vorsteh.is
Með von um góða skráningu 🙂
Kveðja,
Stjórn Vorsteh

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við RIUS Námskeið