Þátttökulistinn í Belcando prófi Vorstehdeildar 6-8. april 2018

Mæting 6.4
Hér er þáttökkulistinn 🙂  Mæting föstudaginn 6.april klukkan 9,  er á bílastæðinu, 500m eftir að beygt hefur verið inn á Þingvallaveginn frá Vesturlandsvegi. Mætingin á laugardegi verður auglýst á föstudag.
Vinsamlega hvílið svæðin þarna fyrir ofan í vikunni, þ.e. línuveginn fyrir ofan Laxnes, Skálafell og Heiðabæjarbakka.
Einar Örn hefur fengið leyfi til að ganga með sem dómaranemi í OF á föstudeginum og UF/OF á laugardeginum.
Prófstjóri er Guðni Stefánsson.
Fulltrúi HRFÍ er Guðjón Arinbjörnsson.
Einnig minnum við leiðendur á að taka með sér rjúpu í sóknarvinnu þ.e. þeir sem ekki eru með sækivottorð.
Veðurspáin er góð fyrir helgina og við hlökkum til að sjá alla í góða skapinu 🙂

Föstudagur 6.april 2018

UF – Dómari Rune Nedrebo

Rypleja’s Klaki
Vatnsenda Aron
Vatnsenda Bjartur
Vatnsenda Karma

 

OF – Dómari Kjell Otto Hansen

Hafrafells Hera
Sika ze Strazistských lesu
Veiðimela Jökull
Fjallatinda Alfa
Rjúpnabrekku Black
Veiðimela Yrja
Rjúpnabrekku Toro


Laugardagur 7.april

UF – Dómari Kjell Otto Hansen

Vatnsenda Aron
Vatnsenda Karma
Vatnsenda Bjartur
Kaldbaks Orka

OF – Dómari Kjell Otto Hansen

Sika ze Strazistských lesu
Veiðimela Jökull
Rjúpnabrekku Black
Veiðimela Yrja

KF – Dómarar Rune Nedrebo og Guðjón Arinbjarnar

Ice Artemis Mjölnir
Munkefjellets Mjöll
Karacanis Harpa
Hafrafells Hera
Heiðnabergs Bylur von Greif
Bendishunda Saga
Fóellu Kolka
Fjallatinda Alfa
Gg Sef
Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Ice Artemis Blökk
Veiðimela Karri

 

Sunnudagur 8.april 2018

KF –  Dómarar Rune Nedrebo og Kjell Otto Hansen

Hafrafells Hera
Ice Artemis Mjölnir
Munkefjellets Mjöll
Karacanis Harpa
Heiðnabergs Bylur von Greif
Bendishunda Saga
Fóellu Kolka
Gg Sef
Heiðnabergs Gleipnir von Greif
Ice Artemis Blökk
Veiðimela Karri
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þátttökulistinn í Belcando prófi Vorstehdeildar 6-8. april 2018

Barking Head próf DESÍ úrslit.

Lárus    Hópur desi seinni
Um helgina fór fram Barking Head próf DESÍ. Dómari var Arnfinn Holm.
Vorstehhundar gerðu það mjög gott á laugadeginum 🙂
Ice Artemis Mjölnir og Lárus fengu 1.einkunn í OF og besti hundur prófs í OF, og Veiðimela Krafla og Einar fengu 2. einkunn í OF.
Í Unghundaflokk fékk Rjúpnabrekku Toro  1. einkunn og varð besti hundur prófs í UF og Enski Pointerinn Vatnsenda Karma fékk einnig 1. einkunn


Seinni daginn – sunnudaginn, féllu allir úr prófi í OF, en unghundarnir uppskáru vel.
Eftirfarandi hundar fengu einkunn:
Vatnsenda Karma 2. einkunn
Rjúpnabrekku Miro 1. einkunn
Rjúpnabrekku Fríða 1.einkunn
Rjúpnabrekku Toro 1. einkunn
Rjúpnabrekku Black 1. einkunn og besti hundur prófs.
Nánar hér 🙂
Við óskum öllum einkunnarhöfum til hamingju og DESÍ til hamingju með flott próf.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Barking Head próf DESÍ úrslit.

Skráning hafin í vorprófið

IMG_2176

Skráning er nú hafin í Vorpróf Vorstehdeildar.
Glæsilegt próf í uppsiglingu dagana 6-8 apríl.
Dómarar verða Rune Nedrebo og Kjell Otto Hansen frá Noregi sem koma og dæma með Guðjóni Arinbjarnar.
Boðið verður upp á UF og OF á föstudeginum þar sem Rune dæmir UF og Kjell OF.
Á laugardeginum verður blandað partý UF/OF sem Kjell dæmir, og einnig KF sem Rune og Guðjón dæma.
Á sunnudeginum verður blandað partý UF/OF sem Guðjón dæmir og einnig KF sem Kjell og Rune dæma.
Einar Örn hefur fengið leyfi til að ganga með sem dómaranemi í OF á föstudeginum og UF/OF á laugardeginum.
Prófstjóri er Guðni Stefánsson.
Prófið verður sett í Sólheimakoti og svo verða prófsvæðin á SV horninu, þar sem er fullt af fugli 😉
Hvetjum alla til að vera með og skrá sem fyrst, en skráningarfrestur er framlengdur til miðnættis 3.april vegna mistaka á skrifstofu og páskanna.

Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er: Prófsnúmerið, sem er 501804, Nafn eiganda, nafn hunds, ættbókanúmer hunds, og nafn leiðanda. Annars getur skrifstofan líklega hjálpað til við að finna út úr ættbókarnúmerinu ef það er ekki klárt.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf“ 

Sjáumst í góða skapinu 🙂

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning hafin í vorprófið

Ársfundur

Stigahæstu
Ársfundur Vorstehdeildar var haldinn 19. mars.
2 sæti í stjórn voru laus og buðu þeir Guðni Stefánsson og Guðmundur Pétursson sig fram til endurkjörs og engin mótframboð voru.
Á fundinum voru stigahæstu hundar ársins heiðraðir. Heiðnabergs Gleipnir von Greif, eigandi Jón Svan Grétarsson sigruðu í KF, og
Veiðimela Jökull og Friðrik Friðriksson sigruðu svo bæði í OF og Over All. Til hamingju með árangurinn 🙂
Meðfylgjandi mynd er af Friðrik eiganda Jökuls, og svo tók Sigurður við verðlaununum hans Jóns Svan þar sem hann var fjarverandi.
Ársskýrslan er komin hér inn undir „Deildin“ og fundargerð ársfundar er á leiðinni.
-Uppfært-
Fundargerð ársfundar er komin inn. Árskýrslan var einnig uppfærð þar sem kom í ljós að Veiðimela Jökull og Veiðimela Krafla höfðu einnig hlotið alþjóðlega titilinn C.I.B. á árinu og lágu mistökin í því að skrifstofunni hafði yfirsést að setja afrit af því í hólfið okkar hjá Vorstehdeild. Þetta er komið á hreint og er nú rétt í Árskýrslu formanns.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ársfundur

Ellapróf FHD

Ellapróf 2018 JG  Ellapróf 2018 hópur
Fyrsta heiðapróf ársins 2018 var haldið 10.mars af FHD. Ellaprófið er haldið til minningar um Erlend Jónsson fuglahundadómara og hlýtur besti hundur  í OF Ellastyttuna, eða „Náttúrubarnið“.
Dómarar voru Pétur Alan Guðmundsson og Svafar Ragnarsson, og prófstjóri Þorsteinn Friðriksson.
Tveir hundar fengu einkunn. Vorstehhundurinn Heiðnabergs Bylur von Greif fékk 1.einkunn í OF og bretoninn Fóellu Kolka fékk 2. einkunn í OF.
Jón Garðar og Bylur fá því Náttúrubarnið til varðveislu í eitt ár, vel gert !! Frábær byrjun á árinu hjá Vorsteh !
Við óskum Jóni Garðari og Byl innilega til hamingju og einnig Dagfinni og Kolku 🙂
Myndina tók Þorsteinn Friðriksson og þökkum við fyrir hana.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Ellapróf FHD

Stutt Dómarakynning fyrir vorpróf Vorstehdeildar.

Rune Nedrebö
Ég heiti Rune Nedrebö er 46 ára og hef veitt síðan ég var 11 ára.
Er með eigin rekstur. Ég keypti fyrsta snögghærða Vorsteh hundinn minn 2002, og síðan þá hef þjálfað og leitt 8 snögghærða til 1 verðlaun í opnum flokki,  þar á meðal
veiðimeistaran NJCH Årdalen’s Revolution sem upphafið á ræktuninni Tveragga.
Ég hef dæmt í fimm ár.  Dæmt norska derbýið, semifinal og einnig norska meistaramótið.

Rune Nedrebo

Kjell Otto Hansen
Hi, my name is Kjell Otto Hansen, married and have one son. Turning 60 later this test.
Working as a leading operator for Hydro Aluminium in Sunndalsøra.
I’v been hunting with dogs since early 80’s, mainly with gordon and english setters. Have been a judge since 96. Have been lucky to judge the finals in the Norwegian Championship twice. Have two english setters, one 3 years old who was in the norwegian derby final in 2016. I’v also have a 9 month old who is looking very promesing.
Looking forward to judge your dogs
Kjell Otto
Guðjón Arinbjörnsson
Þekkja allir, skotheldur 😉
Gauji
Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Stutt Dómarakynning fyrir vorpróf Vorstehdeildar.

Aðalfundur Vorstehdeildar 2018

Vorstehdeild heldur aðalfund 19.mars kl 20 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kosning í stjórn (2 laus sæti til tveggja ára).
Heiðrun stigahæstu hunda.
Reglur stigakeppninar 2018 kynntar.
Önnur mál.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Vorstehdeildar 2018

Norðurljósasýning HRFÍ úrslit

.facebook_1520265354217 Gáta Hera og Mjölnir
Um helgina var haldin Norðurljósasýning HRFÍ og gerðu Vorstehhundar gott mót þar.

Snögghærður:
Hvolpar voru sýndir á föstudeginum og var útkoman úr því frábær, allir fengu þeir heiðursverðlaun:
Hvolpaflokkur 4-6 mán – rakkar
Röðin er þessi,
Fjallatinda Hugo
Fjallatinda Freyr
Fjallatinda Stormur
Hvolpaflokkur 4-6 mán – tíkur
Fjallatinda Ýrr
Fjallatinda Daniella
Ýrr besti hvolpurinn og fór áfram í úrslit, en fékk ekki sæti þar.

Ungliðaflokkur rakkar
Rugdelias OKE Tiur  Excelent 1.sæti ungliðaflokki ,Besti rakki, BOB, ungliðameistarastig og íslenskt meistarastig, besti rakki og hundur tegundar.
Sångbergets Jökulheima Laki,  Excelent 2.sæti í ungliðaflokki.
Meistaraflokkur
Veiðimela Jökull, Excelent, CK, 1.sæti meistaraflokki, CACIB, 2. besti rakki.

Tíkur
Vinnuhundaflokkur
Heiðnabergs Gáta von Greif  Excelent, íslenskt meistarastig, CACIB, Besta tík, BOS.

Tiur sem er ungliði, varð besti hundur tegundar, ótrúlegur árangur, fór þá áfram bæði í úrslitin um besta ungliða sýningar og einnig  um besta hund í Tegundarhóp 7.  Hann fékk ekki sæti þar, en engu að síður mjög flottur árangur hjá svona ungum hundi. Til hamingju Gréta og Kjartan 🙂
Gáta náði að verða fullcertuð fyrir Íslenska og Alþjóðlega meistaratitilinn og fær þær nafnbætur þegar HRFI og FCI eru búin að afgreiða umsóknirnar, en fyrir er Gáta veiðimeistari 🙂 Vel gert og til hamingju Jón Hákon 🙂

Strýhærður:

Vinnuhundaflokkur
Rakkar
Ice Artemis Mjölnir, Excelent, íslenskt meistarastig, CACIB, Besti rakki og BOS
GGsef, Excelent, meistara efni, V-CACIB

Tíkur
Vinnuhundaflokkur
Munkefjellets Mjöll, Excelent, íslenskt meistarastig, V-CACIB

Meistaraflokkur
Ice Artemis Hera, Exelent, íslenskt meistarastig, CACIB, BOB, besta tík og besti hundur tegundar.
Hera fór svo í úrslit í Tegundarhóp 7 og náði þar 4.sæti !!  Glæsilegt og til hamingju Sigurður Arnet Vilhjálmsson 🙂
Flottur árangur hjá þeim strýhærðu 🙂

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn, vel gert 🙂

Birt með fyrirvara um villur ..

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Norðurljósasýning HRFÍ úrslit

Endurskoðun Veiðiprófsreglna

Vorsteh 1
Í ár fer fram endurskoðun Veiðiprófsreglna.  Félagsmenn geta sent inn tillögur og ábendingar á póstfangið endursk.veidiprofsreglna.2018@gmail.com  fyrir 1. mars 2018.

Endurskoðunarnefnd veiðiprófa.

 

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Endurskoðun Veiðiprófsreglna

Dagskrá Veiðiprófa 2018

Þetta ættu að vera endanlegar dagsetningar fyrir 2018.
PS. Uppfærsla frá FHD og Vorstehdeild og IRSK er í skjalinu.

Veiðipróf tumbnail 2018

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Veiðiprófa 2018