Þáttökulisti Ljósasmiðjuprófsins

Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar verður sett kl.9 á Laugardag í Sólheimakoti.
Deildin skaffar máva, en ef leiðendur vilja nota aðra bráð þá verða þeir að koma með hana sjálfir.

Prófstjóri er Díana Sigurfinnsdóttir

Dómaranemar verða Unnur Unnsteinsdóttir og Guðni Stefánsson.
Fulltrúi HRFÍ á laugardag er Egill Bergman og á sunnudaginn Pétur Alan Guðmundsson.
Munið að koma klædd eftir veðri, og þótt að spáin sé þannig að við ættum að sleppa vel, er gott að hafa regnhlíf – eða sjógalla ef út í það er farið – til taks í bílnum 😉
Sjáumst hress 😀
Þáttökulisti Ljósasmiðjuprófsins HÉR

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Þáttökulisti Ljósasmiðjuprófsins

Skráning í fullum gangi í Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar

laki3
Skráning er hafin í Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar sem verður haldið 23-24 júní.
Það verður boðið upp á UF og OF báða dagana.
Skráningarfrestur er til 23:59 þann 18.júní
Dómari verður Ellen Marie Imshaug
Dómarakynning HÉR.
Prófstjóri verður Diana Sigurfinnsdóttir
Fulltrúar HRFÍ verða Egill Bergman og Pétur Alan Guðmundsson.
Styrktaraðilar ásamt Ljósasmiðjunni eru Uniq og Famous Grouse 
Fyrsta sækipróf ársins, frábær dómari …..og sumarið verður komið þarna 😉
Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er: Prófsnúmerið, sem er 501807, Nafn eiganda, nafn hunds, ættbókanúmer hunds, og nafn leiðanda. Annars getur skrifstofan líklega hjálpað til við að finna út úr ættbókarnúmerinu ef það er ekki klárt.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning í fullum gangi í Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar

Úrslit júnísýningar HRFÍ

Júnísýning HRFÍ var haldin á Viðistaðatúni í Hafnarfirði um helgina. Nýtt svæði, glæsilegt og gaman að hafa sýningu í miðjum bænum.
Þetta byrjaði með Hvolpasýningu á föstudeginum, þar voru tveir snögghærðir sýndir:
Í 3-6 mánaða var Zeldu BST Nikita með Heiðursverðlaun og 1.sæti, fór áfram í besta hvolp en ekki sæti þar.
Í 6-9 mánaða var Fjallatinda Freyr með 1.sæti
Dómari var Dina Korna frá Eistlandi

Úrslit laugardagsins voru þannig í snögghærðum Vorsteh að
ISCh. CIB RW-17 Veiðimela Jökull varð besti hundur tegundar og besti rakki, BOB, Excelent, CK, Norðulandameistarastig og RW-18.
Sangbergets Jökuleima Laki varð annar besti rakki, fékk Excelent, CK, ungliðameistarastig, Ísl-meistarastig og vara Norðurlandameistarastig.
Veiðmela Karri 3. besti hundur tegundar, fékk Excelent, meistaraefni.
Rugdelias OKE Tiur 4. sæti, fékk Excelent og M.efni

Í Strýhærðum Vorsteh urðu úrslit þannig að besti hundur tegundar og besta tík varð
C.I.E. ISShCh RW-16 Ice Artemis Hera fékk Ecelent, BOB, CK, NKU-CC og RW-18
2.sæti í tíkum fékk Munkefjallets Mjöll EX, M.Stig,Res-NKU CC.
Besti rakki og annar besti hundur tegundar varð GG Sef , fékk Excelent, BOS, CK, ísl-meistarastig, og RW-18
Dómari var Dina Korna frá Eistlandi

Á sunnudeginum voru úrslitin þannig í snögghærðum Vorsteh
Besti hundur tegundar og besti rakki varð Rugdelias OKE Tiur excellent, CK,ísl.meistarastig og CACIB
Sangbergets Jökuleima Laki 2. Besti hundur tegundar, fékk excellent, ck og ungliðameistarastig og varð ungliðameistari.
ISCh. CIB RW-17 Veiðimela Jökull 3. Besti hundur tegundar, fékk exelent og CK.
Veiðimela Karri fékk Very good.
Veiðmela Yrja fékk Very good.

Í Strýhærðum Vorsteh urðu úrslitin á sunnudeginum þannig:
BOB, Besti hundur tegundar og besti rakki: RW-18 GG Sef sem fékk Excelent, CK, ísl-meistarastig, og CACIB
BOS og besta tík: C.I.E. ISShCh RW-16-18 Ice Artemis Hera fékk Excelent, CK, og CACIB
Önnur besta tík varð Munkefjallets Mjöll EX, M.Stig, V-CACIB
Dómari var Hans Almgren frá Svíþjóð

Við óskum öllum innilega til hamingju með árangurinn 🙂
Birt með fyrirvara um villur 😉
Hér eru nokkrar myndir frá helginni 🙂
Júnísýning laugardagur vorsteh úrslit Júní strý 1 júní tiur
Júní strý 1 og 2 júní strý 2 júní Laki
júní stögg hóp júní stry 4 júní stry 3

 

Hvolparnir:

júní hvolp3 júní Hvolp2 júní hvolp1

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Úrslit júnísýningar HRFÍ

Skráning hafin í Ljósasmiðju sækiprófið og minnum á sækikeppnina

Skráning er hafin í Ljósasmiðju sækipróf Vorstehdeildar sem verður haldið 23-24 júní.
Það verður boðið upp á UF og OF báða dagana.
Skráningarfrestur er til 23:59 þann 18.júní
Dómari verður Ellen Marie Imshaug
Prófstjóri verður Guðni Stefánsson.
Fyrsta sækipróf ársins, frábær dómari …..og sumarið verður komið þarna 😉
Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er: Prófsnúmerið, sem er 501807, Nafn eiganda, nafn hunds, ættbókanúmer hunds, og nafn leiðanda. Annars getur skrifstofan líklega hjálpað til við að finna út úr ættbókarnúmerinu ef það er ekki klárt.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og  láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir  „Veiði og vinnupróf

Sækikeppnin er svo á þriðjudag, létt og skemmtileg kvöldstund með hundum og góðu fólki 🙂
Nánar um skráningu HÉR

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Skráning hafin í Ljósasmiðju sækiprófið og minnum á sækikeppnina

Sækikeppni !!

Sækikeppni 2018 augl
Á þriðjudaginn 12.júní kl 18:30 verður haldinn SÆKIKEPPNI á vegum Vorstehdeildar. Lagt verður upp úr því að hafa þetta létt og skemmtilegt, og gætu dummy og fuglar verið notað.
Allar hundategundir í Tegundarhóp 7 velkomnar.
Vegleg verðlaun verða í boði Famous Grouse og Belcando.
Líkleg staðsetning er við tankana á Hólmsheiði.
Guðjón Arinbjarnarson dæmir.
Hittumst, höfum gaman, grillum pylsur og vinnum með hundana.
Keppnisgjald er 2000kr.
Kt. 580711-1380
Banki: 0327-26-057111
eða á staðnum í seðlum 😉

Nú er bara að nýta góða veðrið í að rifja upp sækiæfingarnar 🙂
Skráning sendist á Vorsteh@vorsteh.is

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækikeppni !!

Dómarakynning fyrir sóknarpróf Vorstehdeildar

 

Hér er stutt kynning á Ellen sem dæmir fyrsta sóknarpróf sumarsins 23-24 júní, og heldur fyrir okkur sóknarnámskeið fyrir konur og  einnig fyrirlestur sem er öllum opinn og ókeypis. Nánar um það síðar, en hér er kynningin 🙂
20160313_165822 FB_IMG_1528060575081 FB_IMG_1528060586460
Hi

My name is Ellen Marie Imshaug.

We have 6 six dogs, 2 english pointers, 2 german wirehaired pointers and 2 german shorthaired pointers.

I juse our dogs for hunting both in the woods and in the mountains.  I also start in all kinds of field trails, retiving trails and dog shows in the Nordic contries. I have compeded in the world championship, St. Hubertus in Serbia.

I’m educadet FASE 1 and 2 hunting dog instructor and retriving trails judge.

I’m so looking forward to se you all.

Best regards
Ellen Marie Imshaug

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Dómarakynning fyrir sóknarpróf Vorstehdeildar

Sýningarþjálfun Vorstehdeildar

17022391_1873872332886034_3416015067564401596_n

Það styttist í sýninguna.
Sýningaþjálfun Vorstehdeildar verður haldin í reiðhöllinni að Blíðubakka 2 í Mosfellsbæ.
Leiðbeinandi verður sýningasnillingurinn Sigrún Guðlaugardóttir 🙂
Miðvikudag:
23. Maí kl. 21-22
30. Maí kl. 20-21
6. Júní kl. 20-21
Skiptið kostar 500 kr.
Muna eftir sýningataumi, kúkapoka og góða skapinu.
Vinsamlegast leggja ekki bílum á reiðstíga og ekki við hesthúsin neðan við höllina

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningarþjálfun Vorstehdeildar

Kaldapróf FHD – Úrslit

Kaldi 2018 KF sunnud

Keppnisflokkurinn á sunnudag. Vorsteh í 3 af 4 sætum 🙂 Og Karri með 1.sæti og meistarastig. Til hamingju með árangurinn allir 🙂

Kaldapróf FHD var haldið um helgina norðan heiða.  Gert var út frá Ytri Vík að venju og prófin sett þar á morgnana og farið á ný prófsvæði.
Dómarar voru Ronny Hartviksen, Andreas Björn og Svafar Ragnarsson
Fulltrúi HRFÍ í prófinu var Svafar Ragnarsson og prófstjórar voru : Unnur Unnsteinsdóttir, Páll Kristjánsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir.

Föstudagur:
Keppnisflokkur:
1.sæti Hafrafells Hera ES
2.sæti Húsavíkur Kvika ES
Opinn flokkur:
3.einkunn Hugo Vizla og besti hundur í opnum flokk
Unghundaflokkur:
2.einkunn Ryplejas Klaki Breton og besti unghundur
2. einkunn Rampen’s Nina Vorsteh
3. einkunn Sångbergets Jökulheima Laki Vorsteh
3. einkunn Fóellu Skuggi Breton

Laugardagur
Keppnisflokkur:
1.sæti Húsavíkur Kvika ES
Opinn flokkur:
1.einkunn Fóellu Kolka Breton og besti hundur í opnum flokk.
3.einkunn Hugo Vizla
Unghundaflokkur:
1. einkunn Rypleja’s Klaki Breton og besti unghundur
1. einkunn Sångberget’s Jökulheima Laki Vorsteh
1. einkunn Fóellu Aska Breton
3. einkunn Rampen’s Ubf Nina Vorsteh
3. einkunn Fóellu Skuggi Breton

Sunnudagur
Keppnisflokkur:
1.sæti Veiðimela Karri / meistarastig. Vorsteh
2.sæti Heiðnabergs Bylur Vorsteh
3.sæti Hafrafells Hera ES
4.sæti Veiðimela Jökull Vorsteh
Opinn flokkur:
2.einkunn Vatnsenda Karma EP
Unghundaflokkur:
2.einkunn Fóellu Aska Breton

Góður Vorstehdagur Sunnudagurinn 🙂

Innilega til hamingju öll með árangurinn, sætin og einkunnir !

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Kaldapróf FHD – Úrslit

ÍRSK prófið – úrslit

ÍRSK prófið var haldið um helgina, eða frá Sumardeginum fyrsta til laugardags.
Dómarar vour Ingrid Frenning og Svafar Ragnarsson.

Fyrsta daginn var Opinn og Unghundaflokkur
Úrslit dagsins voru þau að
Veiðimela Jökull Vorsteh 1. einkunn í OF og besti hundur í opnum flokk.
Veiðimela Freyja Vorsteh, 3. einkunn í OF.
Sika ze Strazistských lesu Pudelpointer 3. einkunn í OF

Rampen’s Ubf Nina Vorsteh 2. einkunn í UF og besti hundur í unghundaflokk.
Fóellu Snotra Breton 2. einkunn í UF,
Ryplejas Klaki Breton 3. einkunn í UF,
Kaldbaks Snerpa ES 3. einkunn í UF.

31062212_10215822301370722_5092884825602260992_n 31052392_10215815209193422_4360444898815010274_n
Einkunnarhafar í OF og UF. Myndir Pétur Alan

Þrír Vorstehhundar með einkunn og bestu hundar flokka, vel gert 🙂

Á öðrum degi var keyrður Opinn flokkur, og þá voru úrslitin þessi.
Fóellu Kolka Breton 1. einkunn og besti hundur í opnum flokk.
Veiðimela Jökull Vorsteh 1. einkunn.
Helguhlíðar Rösk IS 2. einkunn
30762613_10215822279610178_3379976976612720640_n
Einkunnarhafar í OF með dómaranum Ingrid Frenning.
Mynd Pétur Alan

Keppnisflokkur var svo síðasta daginn, laugardaginn 21.april. og gékk Unnur Unnsteinsdóttir með dómara sem nemi.
Úrslitin urðu þessi:
Karacanis Harpa Pointer 1. sæti.
Heiðnabergs Bylur Vorsteh 2. sæti
Midtvejs Assa Breton 3. Sæti
30167334_10215829377547622_4997293184537766119_o
Sætishafar í Keppnisflokk, ásamt dómurum og Unni.
Mynd Ásgeir Heiðar.

Það er því óhætt að segja að Vorsteh hafi gert gott mót í þessu prófi 🙂
5 einkunnir eða sæti til Vorsteh.
Þess má geta að nú eru fjórir hvolpar úr sama goti hjá Veiðimelaræktun komnir með 1.einkunn í OF, vel gert og til hamingju 🙂
Við óskum öllum einkunnar og sætishöfum innilega til hamingju með árangurinn !

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við ÍRSK prófið – úrslit

Belcando próf Vorstehdeildar – úrslit

29873327_509662902764635_7367347448006360567_o

Belcando próf Vorstehdeildar var haldið helgina 6-8 april 2018 síðastliðinn.
Góð skráning var í prófið og voru Keppnisflokkarnir sérstaklega veglegir. Dómarar voru Rune Nedrebö, Kjell Otto Hansen og Guðjón Arinbjörnsson. Guðjón var fulltrúi HRFI og Guðni Stefánsson var prófstjóri. Einar Örn gékk með dómurum í UF/OF sem dómaranemi. Á föstudeginum var prófið sett undir Helgafelli í Mosfellsbæ á Þingvallavegi. Ekki var hitastigið kræsilegt með allri vindkælingunni, trúlega nálægt alkuli. Ákveðið var að Opinn og Unghundaflokkur yrðu keyrðir saman í blönduðu partýi og farið yrði upp á Heiðarbæjarbakka. Þegar þangað var komið var allt annað veður, sól, andvari og blíða sem hélst svo alla helgina.
Níu hundar hófu daginn, 3 unghundar og 6 í opnum flokk. Kjell og Rune dæmdu hópinn saman.
Góð stemning var í hópnum og gaman að sjá flotta hunda í góðu veðri gera það sem þeir gera best.
Úrslitin eftir daginn voru:
Unghundaflokkur
Rypleja’s Klaki, Breton, leiðandi Dagfinnur Ómarsson 3.einkunn
Vatnsenda Aron, Enskur pointer, leiðandi Gunnar Örn Haraldsson 3.einkunn.
Opinn flokkur
Rjúpnabrekku Toro, Enskur setter, leiðandi Kristinn Einarsson 2.einkunn
Veiðimela Yrja, Snögghærður Vorsteh, leiðandi Óskar Hafsteinn Halldórsson, 2.einkunn
Veiðimela Jökull, Snögghærður Vorsteh, leiðandi Friðrik G. Friðriksson, 3.einkunn
Sika ze Strazistských lesu, Pudelpointer, leiðandi Atli Ómarsson, 3.einkunn

Á laugardeginum voru allir flokkar keyrðir, Unghunda og Opinn flokkur í blönduðu og svo Keppnisflokkur.
Kjell Otto dæmdi blandaða hópinn en Rune Nedrebo og Guðjón dæmdu saman Keppnisflokkinn.
Allir fóru upp á Heiðabæjarbakka, UF/OF fóru austanmegin en KF voru vestar. Aftur var frábært veður, en ef það ætti að kvarta yfir einhverju þá var andvarinn ansi hægur á köflum 😉
Nítján hundar hófu daginn 😊 3 unghundar, fjórir í opnum flokki og tólf í keppnisflokki 😊
Úrslitin eftir daginn:
Unghundaflokkur
Vatnsenda Karma, Enskur pointer, leiðandi Haukur Reynisson, 1.einkunn
Opinn flokkur
Veiðimela Jökull, Snögghærður Vorsteh, leiðandi Friðrik G. Friðriksson 2.einkunn
Rjúpnabrekku Black, Enskur setter, leiðandi Einar Guðnason, 2.einkunn
Keppnisflokkur
1.sæti, Bendishunda Saga – Þoka, Snögghærður Vorsteh,  leiðandi Guðmundur Pétursson
2.sæti, Munkefjellets Mjöll, Strýhærður Vorsteh, leiðandi Lárus Eggertsson
3.sæti, Karacanis Harpa, Enskur pointer, leiðandi Ásgeir Heiðar

Á sunnudeginum var Keppnisflokkur sem Rune Nedrebo og Kjell Otto Hansen dæmdu.
Það var ákveðið að fara upp á Heiðabæjarbakka aftur, og vera meira austanmeginn þar sem UF/OF höfðu vaðið í fugli daginn áður. Örlítið meiri gola en hina dagana en sama sólin og fína veðrið.
Möguleiki var á fugli í öllum sleppum.
Tíu hundar hófu daginn.
Úrslit voru:
Keppnisflokkur
1.sæti, Munkefjellets Mjöll, Strýhærður Vorsteh, leiðandi Lárus Eggertsson
2.sæti, Ice Artemis Mjölnir, Strýhærður Vorsteh, leiðandi Lárus Eggertsson
3.sæti, Gg Sef, Strýhærður Vorsteh, leiðandi Guðni Stefánsson
4.sæti, Fóellu Kolka, Breton, leiðandi Dagfinnur Ómarsson
5.sæti, Heiðnabergs Gleipnir von Greif, Snögghærður Vorsteh, leiðandi Jón Svan Grétarsson
Strýhærðir í þrem efstu sætunum 😊

Við óskum öllum einkunnar og sætishöfum innilega til hamingju með árangurinn um helgina, vel gert !
Níu einkunnir eða sæti til Vorstehhunda 🙂

Þess má geta að þetta próf fer í sögubækurnar fyrir  að sami leiðandi sé  með hunda í fyrsta og öðru sæti í keppnisflokk og óskum við Lárusi til hamingju með það 😊
Það er sárasjaldgæft 🙂 og gerðist síðast gerðist fyrir 17 árum síðan þegar Ásgeir Heiðar lék þennan leik.

Rune og Kjell ákváðu að gefa norskan trébolla, fallegt handverk, til þess hunds sem næði flestum fuglavinnum yfir helgina. Það varð Munkefellets Mjöll sem náði flestum fuglavinnum eða 6 og hlaut bollan, til hamingju með það Lalli 😊

Við viljum svo að lokum þakka dómurum, prófstjóra, fulltrúa HRFI og síðast en ekki síst keppendum fyrir frábæra helgi og góða skapið. Þetta verður ekki mikið betra þegar veðurguðirnir eru líka í góðu skapi.

Styrktaraðilar deildarinnar fá allir ómældar þakkir, en í þessu prófi fóru fremstir Belcando og Famous Grouse ásamt Ljósasmiðjunni.

Síðast en alls ekki síst viljum við þakka Díönu Sigurfinnsdóttur fyrir alla hjálpina, ómetanlegt ! 😊
og Sigrúnu og Atla fyrir lýsinguna frá UF/OF á  laugardeginum, en hún er  í fréttaveitu Facebooksíðu deildarinnar ásamt myndum 😊

Vorstehdeild HRFI.
Dagur 1, myndir af einkunnarhöfum
Dagur 2, myndir af einkunnar og sætishöfum
Dagur 3, myndir af sætishöfum

29749461_509663222764603_319818627404297267_o 29749743_509662956097963_4727455305222897500_o 29871769_509663176097941_7494077737197203372_o 29871936_510554222675503_4088025938148109055_o 29872740_509663209431271_6028522554787018035_o 29983210_510554199342172_7458711962005193463_o 29983455_510554076008851_713846728442279008_o 30051635_510123549385237_7991829168491378489_o 30051684_509663146097944_4758531085291559742_o 30052025_509663306097928_5110939637981255902_o 30171496_510554139342178_2339511529761991398_o 30221672_10215944480675054_5637842039856225079_n 30222333_10215945412418347_457604690043431456_n 30415079_10215944113545876_7596360959072983681_n 30425439_510123559385236_277735633622628839_o

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Belcando próf Vorstehdeildar – úrslit