Bendispróf Vorstehdeildar 4 – 6 október.

Bendispróf  Vorsthedeildar verður haldið 4. – 6. október nk.
Dómarar í þessu prófi eru: Stig-Håvard Skain Hansen, Bernt Martin Sandsør og Egill Bergman

Föstudaginn 4. október verður unghunda og opinn flokkur.
Stig-Håvard Skain Hansen mun dæma UF og Bernt Martin Sandsør dæmir OF

Laugardaginn 5. október verður unghunda og opinn flokkur í blönduðu partýi og keppnisflokkur.
Stig-Håvard Skain Hansen og Egill Bergman dæma KF en Bernt Martin Sandsør dæmir UF/OF

Sunnudaginn 6. október verður eingöngu keppnisflokkur. Stig-Håvard Skain Hansen og Bernt Martin Sandsør dæma hann.

Prófstjórar:  Guðni Stefánsson og Guðmundur Pétursson.

Fulltrúi HRFÍ:  Egill Bergmann, Svafar Ragnarsson/Pétur Alan Guðmundsson.

Styrktaraðilar prófsins eru: Bendir og  Famous Grouse.

Skráning í prófið fer fram hjá HRFÍ.

Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í síma.588 5255 þar sem greitt er með símgreiðslu. 
Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is

Gjaldskrá veiðiprófa er eftirfarandi:

Einn dagur 5.700.-

Tveir dagar 8.600.-

Við skráningu þarf að koma fram: 
Nafn eiganda
Nafn hunds
Ættbókarnúmer
Nafn leiðanda
Hvað flokk er skráð í 
Hvaða daga
Prófnúmer sem er 501911

Skráning líkur á miðnætti mánudaginn 30. september.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Bendispróf Vorstehdeildar 4 – 6 október.

Fyrsta próf haustsins haldið um helgina.

Fyrsta próf haustsins er haldið nú um helgina 6 – 8 september af Deild enska setans. Dómari er Tore Chr. Røed og prófstjóri Ólafur Ragnarsson. Vegna slæmrar veðurspá fyrir laugardaginn var fyrri dagurinn færður yfir á seinni part föstudags. Tveir vorsteh hundar tók þátt og hlutu þeir báðir einkunn.

Gg sef (Guffi), fékk 2. einkunn – eignandi Guðni Stefánsson.

Sångbergets Jökulheima Lak fékk 3. einkunn – leiðandi Einar Örn.

Til hamingju með árangurinn Guðni og Einar.

Guðni, Ólafur prófstjóri og Tore dómari prófsins. (Mynd fengin af FB síðu DESÍ)

Ólafur prófstjóri, Einar og Tore dómari prófsins.. (Myndi fengin af FB síðu DESÍ).

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Fyrsta próf haustsins haldið um helgina.

Námskeið með Christine Due vorið 2020.

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Christine Due mun koma til okkar í maí á næsta ári. Þriggja daga námskeið verður haldið um Hvítasunnuhelgina, 30. maí – 1.júní. Breytingin er sú að nú er námskeiðið í þrjá daga en ekki tvo eins og síðast. Eins og fyrr verður boðið upp á unghundaflokk og opin flokk (hundar eldri en 2ja ára). Kostnaður er ekki orðinn staðfestur en verður um 15.000 – 20.000. Þeir sem vilja tryggja sér pláss er bent á að senda póst á netfangið vorsteh@vorsteh.is

Christeine við kennslu vorið 2019.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Námskeið með Christine Due vorið 2020.

Afmælissýning HRFÍ helgina 24 – 25 ágúst 2019.

Norðurlandasýning HRFí 24. ágúst.

Vorsteh snögghærður.

Rakkar.

Unghundaflokkur.

Fjallatinda Freyr – Excellent, M.efni, vara Norðurlanda stig, 2. besti rakki.

Meistaraflokkur rakkar.

Veiðimela Jökull – Excellent. Norðurlanda stig besti rakki og annar besti hundur tegundar, BOS.

Rugdelias ØKE Tiur – Excellent – M.efni 3. besti rakki

Öldungaflokkur.

Stangarheiðar Bogi – Very good.

Tíkur.

Ungliðaflokkur.

Legacyk Got Milk – Excellent – M.efni Ungliðameistari, Íslenskt meistarastig,

Norðulanda stig, besta tík og besti hundur tegundar, BOB og  2. sæti í tegundahóp 7.

Unghundaflokkur.

Zeldu BST Nikíta – Excellent – M. efni, vara Norðurlanda stig, 2 besta tík tegundar.

Strýhærður Vorsteh.

Rakkar.

Hvolpaflokkur 4 – 6 mánaða.

Ice Artemis Hrímnir – sérlega lofandi 2.sæti

Ice Artemis Spori – sérlega lofandi 1.sæti og 3 sæti yfir besta ungviði sýningar

Hvolpaflokkur 6 – 9 mánaða.

Hlaðbrekki Galdur – sérlega lofand iog 3 besti hvolpur sýningar.

Tíkur.

Hvolpaflokkur 4 – 6 mánaða.

Ice Artemis Hel – sérlega lofandi.

Ungliðaflokkur.

Gyvel – Execellent, M.efni, Norðurlanda stig, Íslenskt meistarstig, Ugliðameistari og besti hundur tegundar, BOB.

Alþjóðlegsýning HRFÍ 25.ágúst .

Vorsteh snögghærður.

Rakkar.

Unghundaflokkur

Fjallatinda Freyr – Excellent, M.efni, og 4. besti rakki.

Meistaraflokkur rakkar.

Veiðimela Jökull – Excellent , M.efni og 3. besti rakki.

Rugdelias ØKE Tiur – Excellent,  M.efni  Alþjóðlegt meistarastig og 2. besti rakki.

Öldungaflokkur.

Stangarheiðar Bogi – Excellent, M. efni, Íslensk meistarastig, Öldungameistarstig og  besti rakki tegundar og 2 besti hundur tegundar BOS.

Tíkur.

Ungliðaflokkur.

Legacyk Got Milk – Excellent,  M.efni Ungliðameistari, Íslenskt meistarastig,, besta tík, besti hundur tegundar, BOB og besti hundur í tegundahóp 7.

Unghundaflokkur.

Zeldu BST Nikíta – Excellent,  M. efni, Alþjóðlegt meistarastig og önnur besta tík tegundar.

Strýhærður Vorsteh.

Rakkar.

Hvolpaflokkur 4 – 6 mánaða.

Ice Artemis Hrímnir – sérlega lofandi 2.sæti

Ice Artemis Spori – sérlega lofandi 1.sæti

Hvolpaflokkur 6 – 9 mánaða.

Hlaðbrekki Galdur – sérlega lofandi og 3 besti hvolpur sýningar.

Tíkur.

Ungliðaflokkur.

Gyvel – Execellent, M.efni,íslenskt meistarstig, Ungliðameistari, Alþjóðlegt meistarastig

 og besti hundur tegundar, BOB.

Hlaðbrekku Galdur, 3. besti hvolpur sýningar bæði laugardag og sunnudag.

Ice Artemis Spori

Hlaðbrekku Galdur

Ice Artemis Spori
Ice Artemis Spori

Legacyk Got Milk/Oreo


Legacyk Got Milk / Oreo
Hlaðbrekku Galdur


Gyvel / Dimma

Legacyk Got Milk / Oreo

Legacyk Got Milk / Oreo
Stangarheiðar Bogi

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Afmælissýning HRFÍ helgina 24 – 25 ágúst 2019.

Sækipróf FHD helgina 27 – 28 júlí.

Fuglahundadeild hélt sækipróf helgina 27 – 28 júlí, dómari var
Patrik Sjöström dómaranemi var Unnur Unnsteinsdóttir, fulltrúi HRFÍ var Guðni Stefánsson og prófstjórar voru Haukur Reynisson og Einar Örn Rafnsson. Met þátttaka var í prófin, 19 hundar voru skráðir. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem haldið var sækipróf fyrir meginlandshunda og dæmt eftir ný samþykktum íslenskum reglum. Þeir Vorsteh hundar sem tóku þátt tóku allir þátt í hefðbundnu sækiprófi.

Laugardagur 27. júlí.

Unghundaflokkur.

Icel Artemis Dáð – 1.einkunn með fullt hús stiga og besti hundur prófs í unghundaflokki.

Eigandi og leiðandi Leifur Einar Einarsson.

Opin flokkur.

Munkefjellets Mjöll 1.einkunn.

Leiðandi Mekkín Gísladóttir.

IceArtemis Mjölnir 1.einkunn og besti hundur prófs í i opnum flokki.

Eigandi og leiðandi Lárus Eggertsson.

Sångbergets Jökulheima Laki 2.einkunn.

Leiðandi Einar Örn Rafnsson

Gg. Sef – 2. einkunn.

Eigandi og leiðandi Guðni Stefánsson

Ice Artemis Hera 2. einkunn.

Eigandi og leiðandi Sigurður Arnet Vilhjálmsson.

Sunnudagur 28. júlí.

Unghundaflokkur.

Ice Artemis Dáð 1.einkunn með fullt hús stiga og besti hundur prófs í unghundaflokki.

Eigandi og leiðandi Leifur Einar Einarsson.

Fjallatind Freyr 2. einkunn.

Eigandi og leiðandi Díana Sigurfinnsdóttir

Opin flokkur.

Munkefjellets Mjöll 2 .einkunn.

Leiðandi Mekkín Gísladóttir.

Ice Artemis Hera 1. einkunn.

Eigandi og leiðandi Sigurður Arnet Vilhjálmsson.

IceArtemis Mjölnir 1.einkunn.

Eigandi og leiðandi Lárus Eggertsson.

Sångbergets Jökulheima Laki 1 .einkunn með fullt hús stiga og besti hundur prófs í opnum flokki.

Leiðandi Einar Örn Rafnsson

Gg. Sef 1. einkunn.

Eigandi og leiðandi Guðni Stefánsson

Óskum öllu einkunnarhöfum til hamingju með árangurinn, einnig viljum við þakka félögum okkar í FHD fyrir frábæra helgi, glæsilegt próf, frábærir hundar og yndislegir leiðendur. 

Í Noregi um helgina tók IceArtemis Tinika einnig þátt í sækiprófi og var með 1.einkunn báa dagana með fullt hús stiga og var valinn besti hundur helgarinnar á Nvk Hedmark og Oppland. IceArtemis Tinika og IceArtemis Dáð eru gotsystur og rétt rúmlega ársgamlar.

Ice Artemis Dáð og Leifur Einar Einarsson.

Ice Artemis Dáð og Leifur, Siggi og Hera og Lalli og Mjölnir.


Mekkin og Mjöll, Lalli og Mjölnir og Leifur og Dáð
Ice Artemis Tinka – Íslenska prinsessan í Noregi.
Unnur, Einar, Patrik, Laki og Yrsa.

Við setningu prófs sunnudaginn 28.júlí.

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf FHD helgina 27 – 28 júlí.

Sýningaþjálfun fyrir tvöfalda afmælissýningu HRFÍ í ágúst

Skráningafrestur á gjaldskrá 1: 21. júlí, kl. 23:59
Skráningafrestur á gjaldskrá 2: 28. júlí, kl. 23:59

Upplýsingar og leiðbeiningar fyrir skráningu má finna HÉR

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sýningaþjálfun fyrir tvöfalda afmælissýningu HRFÍ í ágúst

Reglur um skráningu í ættbók.

Þann 15.júní 2019 tóku í gildi nýjar reglur varðandi skráningu í ættbók.

http://www.hrfi.is/uploads/2/2/3/3/22333014/skr%C3%A1ning-%C3%AD-%C3%A6ttb%C3%B3k-18.06.2019-final.pdf

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Reglur um skráningu í ættbók.

Sækipróf Vorstehdeildar.

Guðni dómari, Leifur og Dáð, Atli og Sika, Óli og Parma, Arnar og Skuggi. Myndi Sigrún & Atli.

Sækipróf Vorsthedeildar var haldið sunnudaginn 23.júní með góðum stuðningi frá Ljósasmiðjunn, Bendi og Famous Grouse. Prófið var haldið við Kóngsveginn og á Hafravatni. Fjórir hundar þreyttu prófið, einn unghundur og þrír hundar í opnum flokki. Guðni Stefánsson dæmdi prófið og dómaranemi var Unnur Unnsteinsdóttir. Allir hundar lönduðu fyrstu einkunn. Til hamingju einkunnahafar með frábæran árangur og takk kærlega fyrir góðan dag.

Unghundaflokkur

Ice Artemis Dáð 1. einkunn

Opin Flokkur

Háfjalla Parma 1. einkunn

Blásskjárs Skuggi Jr. 1. einkunn

Sika ze Strazistských lesu 1. einkunn

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Sækipróf Vorstehdeildar.

Upplýsingar fyrir Sækiprófi Ljósasmiðjunnar og Bendis

Sökum dræmrar þáttöku hefur verið ákveðið að færa Sækipróf Ljósasmiðjunnar og Bendis að Sólheimakoti og verður einungis prófað Sunnudaginn 23. júní

Dómari: Guðni Stefánsson
Prófstjóri: Díana Sigurfinnsdóttir
Dómaranemi: Unnur Unnsteinsdóttir

Nafnakall kl. 9:00 í Sólheimakoti

Unghundaflokkur:
Ice Artemis Dáð
Fjellamellas AC Nordan Garri

Opinn Flokkur:
Háfjalla Parma
Bláskjárs Skuggi Jr.
Sika ze Strazistských lesu

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar fyrir Sækiprófi Ljósasmiðjunnar og Bendis

Tvöföld sýning HRFÍ 8. og 9. júní

Um helgina fór fram tvöföld útisýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Veðrið var á besta veg og sýningin vel heppnuð.

Reykjavík Winner og NKU sýning 8. júní

Rugdelias ØKE Tiur

Í Snögghærðum Vorsteh var Rugdelias ØKE Tiur valinn Besti hundur tegundar (BOB) og Zeldu BST Nikíta Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS) bæði fengu þau NKU meistarastig og Reykjavik Winner titil (RW-19)

Rugdelias ØKE Tiur fór svo áfram í úrslit í tegundahóp og var þar í 2. sæti!

Önnur úrslit í Snögghærðum Vorsteh má finna HÉR

Í Strýhærðum Vorsteh var Hlaðbrekku Irma Besta ungviði tegundar (4-6 mánaða)

Önnur úrslit úr Strýhærðum Vorsteh má finna HÉR

Alþjóðleg sýning 9. júní

Hlaðbrekku Galdur

Því miður áttu hvorki Snögghærðir eða Strýhærðir Vorsteh fulltrúa í Tegundahópi þennan daginn.

Strýhærði Vorsteh hvolpurinn Hlaðbrekku Galdur var Besta ungviði tegundar og náði í topp 7 úr stórum hópi í úrslitum um Besta ungviði sýningar

Úrslit úr Snögghærðum Vorsteh má finna HÉR

Úrslit úr Strýhærðum Vorsteh má finna HÉR

Birt í Forsíðufrétt | Slökkt á athugasemdum við Tvöföld sýning HRFÍ 8. og 9. júní