Stjórn vorstehdeildar hefur ákveðið eftirfarandi ræktunarstefnu.
Þau ræktunardýr sem skal para hafi verið;
Mjaðmamynduð og greining sé A eða B (HD FRI).
Sýnd að minnsta kosti einu sinni á sýningu HRFÍ eða hjá öðrum félögum viðurkenndum af FCI og náð a.m.k. Very Good í OFL eða VFL.
Náð a.m.k. 2. Einkunni í opnum flokki í veiðiprófi á Íslandi eða sambærilegri einkunn hjá klúbbum erlendis viðurkenndum af FCI.
Ræktunarstjórn minnir ræktendur á ákvæði í grundvallarreglum HRFÍ um lágmarksaldur tíkur við pörun, 2 ár og hámarksfjölda gota á tík 5.
Þessi ræktunarstefna gildir frá 18 mars 2014!