Laugavegsganga HRFÍ verður laugardaginn 22. október nk. kl. 13.00. Gengið verður frá Hlemm, niður Laugaveginn og endar gangan í Hljómskálagarðinum þar sem Vinnuhundadeild og Íþróttadeild verða með skemmtiatriði. Skólahljómsveit Kópavogs mun slá taktinn og leiða gönguna eins og fyrri ár. Viðburða- og skemmtinefnd HRFÍ hvetur allar deildir til að auglýsa gönguna vel meðal sinna deildarmeðlima, t.d. með því að senda tilkynningu á póstlista og á heimasíður deildanna.
Laugavegsgangan er kjörið tækifæri fyrir okkur, ábyrga hundeigendur, til að sýna almenningi hvað ábyrgt og gott hundahald gengur út á. Í ljósi neikvæðrar umræðu undanfarið í garð hundeigenda er um að gera að nýta þetta tækifæri til að koma því jákvæða á framfæri.Við hvetjum til þess að deildir hópi sig saman með sömu hundategundir. Ágúst Ágústsson mun útvega skilti með nöfnum tegundanna ef fólk vill. Vinsamlegast tilkynnið með tölvupósti á dranga@simnet.is ef þið viljið nota skiltin í síðasta lagi föstudaginn 21. október.
Stöndum saman og komum ábyrgu hundahaldi á framfæri í eitt skipti fyrir öll!
Kveðja,Viðburða- og skemmtinefnd HRFÍ.