Bjørnar Karstein Gundersen fer í aðgerð á morgun þriðjudag

Bjørnar Karstein Gundersen

Kæra Vorsteh fólk, þannig er mál með vöxtum að fuglahundadómarinn Bjørnar Karstein Gundersen sem dæmdi í Robur prófinu liggur á Landspítalanum vegna kransaæðastíflu. Hann var sóttur á mánudaginn fyrir viku síðan með Þyrlu landhelgisgæslunnar vegna verks í brjósti. Nú er svo komið að á morgun þriðjudag fer Bjørnar í aðgerð sem er nokkuð stór þ.e.a.s. að þetta er ekki svokallaður blástur heldur eitthvað meira. Við í stjórn Vorstehdeildar ásamt fleirum hundamönnum hafa farið reglulega í heimsókn til hans og einnig óskað eftir því ef einhver á lausan tíma til að kíkja á hann. Við viljum biðja ykkur um að gefa honum frí frá heimsóknum allavega næstu 2-3 sólahringana. Þetta er eins og áður hefur komið fram stór aðgerð og hann þarf á hvíld að halda. Verið í bandi við Gunna formann s:893-3123 ef þið viljið fá fréttir eða sendið okkur tölvupóst. (diverss@mi.is)

Vill Vorstehdeild þakka öllum sem hafa lagt leið sína til hans og sínt að okkur er ekki sama um hann.

Hann er mjög þakklátur fyrir góðan stuðning.

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.