Kæru þátttakendur í Robur prófi Vorstehdeildar.
Nú styttist í haustpróf Vorstehdeildar sem haldið verður helgina 24-26. sept. 2011. Skráningarfrestur rennur út á miðnættti sunnudagskvöldsins 18. sept.
Eins og áður hefur komið fram verður dæmt í Unghundaflokki (UF) og Opnum flokki (OF) laugardag og sunnudag en Keppnisflokki (KF) mánudag.
Dómararnir, Bjørnar Gundersen og Randi Schulze koma frá Noregi og má sjá dómarakynningu neðar á síðunni. Þau eru margreynd í sportinu og hafsjór fróðleiks þannig að fólk er hvatt til að koma með spurningar og fá ráðleggingar frá þeim varðandi allt sem viðkemur fuglahundum. Mjög gott er að íhuga og setja niður á blað tímanlega og fyrirfram það sem ykkur langar að fá ráð við. Þau verða til skrafs öll kvöldin.
Boðið er upp á gistingu í glæsilegri aðstöðu skáta við Úlfljótsvatn. Gist verður í JB skálanum sem er 16 herbergja álma og er hvert herbergi 4-8 manna. Sturtur og góð snyrtiaðstaða er á staðnum. Þátttakendur geta haft hundana á herbergjunum en þá í búrum.
Kostnaði er haldið í lágmarki og er gistinóttin aðeins kr. 2.000.- pr. mann og er þriðja nóttin frí. Aðeins verður tekið við greiðslu í seðlum (ekki kort) Þrif og annan frágang sjá þátttakendur sjálfir um.
Þátttakendur eru hvattir til að mæta á föstudeginum, hitta félagana og spjalla saman.
Prófið verður sett kl. 09:00 alla dagana.
Á laugardagskvöldinu er fyrirhugað að hafa villibráðakvöld þar sem þátttakendur koma með villibráð í matinn sem og meðlæti og drykkjarföng. Vínekran býður þeim sem vilja upp á rautt með villibráðinni.
Sunnudagskvöldið býður Vorstehdeild upp á grilluð kjúklingaspjót í kvöldmat en meðlæti og drykkjarföng verða þátttakendur að taka með sér.
Styrktaraðilar prófsins eru eftirfarandi:
Aflmark, umboðsaðili Robur fóðursins landsþekkta styrkir komu dómara til landsins.
Haugen-Gruppen, umboðsaðili Famous Grouse veitir verðlaun
Vínekran.is, umboðsaðili rauðvínsins með villibráðinni
Nordic Deli, samlokuframleiðandinn mettar svanga
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni er staðsett við Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi, skammt frá Ljósafossvirkjun, u.þ.b. 60 km frá Reykjavík. Frá Reykjavík er annað tveggja unnt að keyra á staðinn eftir Nesjavallaleiðinni eða yfir Hellisheiði, framhjá Þrastarlundi og síðan að Ljósafossvirkjun og þar yfir til Úlfljótsvatns. Leiðirnar tvær eru sýndar hér á efirfarandi kortum.
Frekari upplýsingar gefa:
Guðjón Arinbjörnsson prófstjóri í s:660-1926
Lárus gjaldkeri Vorstehdeildar í larus@freyja.is
Fulltrúi HRFÍ er Svafar Ragnarsson.