Skráning í Robur prófið

Leiðbeiningar um hvernig þú skráir þig í  Robur prófið:

Þeir sem ætla að skrá sig í Robur prófið geta hringt á skrifstofu HRFÍ frá 09:00- 13:00 á morgun föstudag. Símanúmer á skrifstofu er: 588 5255

Ef einhverjir hafa ekki tök á því að hringja geta sent tölvupóst á HRFÍ til að skrá sig og er skráningafrestur fram að miðnætti á sunndagskvöld 18 sept.

 

Hvernig berðu þig að:

Þú sendir tölvupóst á hrfi@hrfi.is og setur inn allar upplýsingar um hund, eiganda og ættbókarnúmer hunds.

MIKILVÆGT AÐ SETJA NÚMER PRÓFS SEM ER: 501109

Þú verður að taka fram hvort um opin flokk sé að ræða, unghunda eða keppnisflokk.

Þú verður að taka fram hvort um báða daga sé að ræða ef þú ert í opnum eða unghundaflokk.

Reikningsnúmer Hundaræktarfélags Íslands er:

515-26-707729 kt. 680481-0249

Gjaldskrá:

Veiðipróf kostar fyrir einn dag 4500.-

Veiðipróf fyrir tveggja daga próf kostar 7.000.-

Veiðipróf fyrir þriggja daga próf kostar 9.500.- (of, of og kf)

Þú verður að leggja inn á reikning HRFÍ þegar þú hefur sent tölvupóst og um að gera að vitna í prófnúmer í texta þegar þú millifærir.

Ef upp koma spurningar er þér velkomið að senda tölvupóst á diverss@mi.is (Sæþór)

Gangi ykkur vel í komandi prófi.

 

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.