Veiðibann einn valkostur

Mynd: Hilmar Már, Akureyri

Að mati Náttúrufræðistofnunar eru þrír kostir í stöðunni varðandi veiðistjórnun á rjúpu í haust. Einn þeirra er að hætta rjúpnaveiðum

„þar sem sterkar vísbendingar eru um að rjúpnaveiðar á Íslandi séu í eðli sínu ósjálfbærar og auki afföll langt umfram það sem skotið er,“

eins og segir í mati Náttúrufræðistofnunar, NÍ, á veiðiþoli rjúpu.

Fyrsti kosturinn í upptalningu stofnunarinnar er að halda áfram veiðum á sama máta og verið hefur síðustu fjögur árin,

það er að veiða í alls í 18 daga. Miðað við að rjúpnaveiðimenn verði fimm þúsund og að ásættanlegur afli sé um 31 þúsund fuglar þá eru tilmælin skýr;

„hinn góði og grandvari veiðimaður veiðir að hámarki sex fugla,“ segir í mati NÍ.

Annar kosturinn er að takmarka veiðisókn enn frekar í þeirri von að til séu mörk þar sem truflun vegna veiða hættir að magna viðbótarafföll rjúpunnar.

Veiðibannið er síðan þriðja í röð valkosta Náttúrufræðistofnunar.

Í umfjöllun um rjúpuna í Morgunblaðinu í dag kemur farm, að í skýrslu Náttúrufræðistofnunar segi að rjúpnastofninn sé í niðursveiflu um land allt.

 

Frétt tekin af www.mbl.is (http://mbl.is/frettir/innlent/2011/09/12/veidibann_einn_valkosta/)

 

Við vonum það besta í þessum efnum

Kveðja Vorstehdeild

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.