Fyrsta veiðipróf ársins 2025 var hið árlega Ella-próf, haldið af FHD. Fjórir glæsilegir fulltrúar Vorsteh-hunda tóku þátt, allir í opnum flokki:
• Heiðnabergs Haki
• Ljósufjalla Heiða
• Zeldu DNL Rökkva
• Heiðnabergs Milla
Á fyrri degi prófsins náði Ljósufjalla Heiða 2. einkunn – til hamingju, Friðrik!

Á síðari degi náði Heiðnabergs Haki 2. einkunn – til hamingju, Jón Garðar!

Gaman var að sjá góða þátttöku í prófinu, og ekki spillti frábært veður fyrir stemningunni. Dómarar voru þeir Kjartan Lindböl og Einar Kaldi.
Stjórn Vorsteh-deildar óskar öllum einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn og Fuglahundadeild FHD með glæsilegt próf.
Nánari upplýsingar um prófið og árangur má finna á vefsíðu FHD:
Fyrri dagur: https://www.fuglahundadeild.is/Newsmynd.aspx?ArticleID=2374
Síðari dagur: https://www.fuglahundadeild.is/Newsmynd.aspx?ArticleID=2375