Nýir styrktaraðilar Vorstehdeildar

Þá hefur Vorstehdeild fengið nýja styrktaraðila til liðs við sig fyrir árið 2025 og er það Dýrakofinn á Selfossi.

Þau eru innflutningsaðilar fyrir Sportsmans Pride og Charm hundafóðrið. Auk þess sem búðin er stútfull af allkonar skemmtilegu dóti.

Við hlökkum mikið til samstarfsins með þeim og þökkum þeim kærlega fyrir að vilja styrkja okkur.

Fyrir áhugasama, þá er heimasíðan hjá þeim https://dyrakofinn.is og hvetjum við alla til að kíkja til þeirra og gera góð kaup.

Einnig viljum við minna á ársfund deildarinnar á morgun klukkan 18:15 í húsnæði HRFÍ að Melabraut 17, Hafnarfirði.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.