Dómarakynning fyrir Robur prófið 24-26 september 2011

Randi Schulze hefur verið fuglahundadómari í uþb. 20 ár.  Hún er einnig sækiprófs og sýningardómari.  Randi hefur starfað með norska Vorstehklúbbnum (NVK) í uþb. 15 ár,  þar af 5 ár sem formaður NVK, formaður ræktunarráðs NVK og er nú heiðursmeðlimur klúbbsins.

Hún var í norska liðinu á heimsmeistaramótunum í Hellas og Slóvakíu þar sem þau unnu heimsmeistaratitilinn í St. Hubertus árið 2010

Randi hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit, gefið út bækur  og verið með námskeið fyrir fuglahunda.

Randi á í dag þrjá strýhærða vorstehhunda og einn írskan seta.

Meira má sjá um Randi Shulze á www.hunderifokus.no

Randi Schulze Randi Schulze

Randi Schulze

 

Bjørnar Karstein Gundersen er 66 ára og hefur stundar stang- og skotveiðar alla sína ævi.  Hann hefur átt snögghærða vorstehhunda síðan 1973, á ræktunarnafnið „Rypevidda“ og haft got sex sinnum.  Þó nokkrir hundanna úr gotunum hafa fengið góðar einkunnir og náð góðum árangri í veiðum.  Hundarnir eru ræktaðir til veiða, en þau hjónin hafa lagt minni áherslu á sýningar. Bjørnar er heiðursmeðlimur í Norska Vorsteh klúbbnum.

Bjørnar hefur verið fuglahundadómari síðan 1980 og hefur farið sem áhorfandi á próf í nokkrum löndum Evrópu.

Bjørnar Karstein Gundersen

 

 

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.