Deildir innan tegundahóps 7 héldu sameiginlega deildarsýningu 19.maí í húsnæði HRFÍ að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Dómari sýningar var Catherine Collins frá Írlandi, hringstjóri var Sóley Ragna, ritari var Erlen Inga og sýningarstjóri var Anna Guðjónsdóttir. Þökkum við þeim öllum kærlega fyrir að vera tilbúnar að hjálpa okkur að gera deildarsýninguna að veruleika. Royal Canin var styrktaraðili Vorsteh deildar á sýningunni og gaf verðlaun í öll sætin í BIS ungliða, BIS öldung og BIS sýningar, við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.
58 hundar af 11 tegundum voru skráðir á sýninguna ásamt 11 ungum sýnendur sem allir sýndu hunda úr tegundahópi 7.
Vorsteh hundum gekk glimrandi vel og má meðal annars nefna að Ice Artemis Brún landaði BIS3 og nýinnflutti ungliðinn hún Karpaten Irbis Gloria varð besti ungliði dagsins. Algjörlega frábær árangur.
Úrslit hjá Vorsteh hundum voru eftirfarandi:
- Strýhærðir
- BOB
- Ice Artemis Brún
- Snögghærðir
- BOB
- Zeldu DNL Næla
- BOS
- Zeldu CNF Eldur
- BOB junior
- Karpaten Irbis Gloria
Bestu hundur dagsins úrslit:
- 1. sæti – Italian pointing dog
- 2. sæti – Gordon setter
- 3. sæti – German wirehaired pointer
- 4. sæti – Irish red setter
Besti öldungur dagsins
- 1. sæti – Italian pointing dog
- 2. sæti – Gordon setter
- 3. sæti – Pudelpointer
Besti ungliði dagins
- 1. sæti – German Shorthaired pointer
- 2. sæti – Gordon setter
Besti ræktunarhópur dagsins!
- 1. sæti – German shorthaired pointer
Ungir sýnendur
- Yngri flokkur
- 1. sæti – Aþena Lóa
- 2. sæti – Ignat Leo
- Eldri flokkur
- 1. sæti – Sigurbjörg
- 2. sæti – Jóhanna
- 3. sæti – Júlía
- 4. sæti – Kristín
Við þökkum öllum þeim sem komu að því að gera þessa sýningu að veruleika, kærlega fyrir.