Alþjóðleg hundasýning 27-28 ágúst

Rugdelia QLM Lucienne Mynd: Palli

Alþjóðlega hundasýning í Reiðhöllinni í Víðidal 27-28 ágúst 2011

Helgina  27. – 2A. ágúst mæta  691 hreinræktaðir  hundar af 81 hundategund í dóm  á alþjóðlega
hundasýningu  Hundaræktarfélags  Íslands.  Sýningin er haldin i Reidhöllinni i Vídidal og hefjast dómar  kl.
9:00 árdegis báða daga og standa fram eftir degi.
Fimm  dómarar  frá fjórum löndum: Belgíu, Litháen, Noregi  og Spáni dæma í fimm sýningarhringjum
samtimis.
Megintilgangur  hundasýninga er ad meta hundana út frá ræktunarmarkmidi  hvers kyns og leidbeina
ræktendum þannig i starfi sínu.
Í anddyri  reiðhallarinnar verða glæsilegir kynningabásar um ólík hundakyn. Þar gefst gestum kostur á að
kynnast  hundum og ræða vid hundeigendur auk þess sem á staðnum verða fjöldinn allur  af sölu- og
kynningabásum þar sem ýmis tilboð verða í gangi.
Keppni  ungra sýnenda
Öflugt barna- og unglingastarf  er starfrækt innan félagsins og að þessu sinni taka 21 ungmenni þátt í
keppni ungra sýnenda,  föstudagskvöldið  26. ágúst kl.19:00.  Dómari í þeirri keppni er Jos De Cuyper rte
frá Belgíu.
Úrslit á laugardag hefjast  um kl. 14:30 og kl. 13:30 á sunnudeginum 0g þá kemur í ljós hvaða hundar
bera  af að mati  dómara.

 

Vorsteh verður sýndur í Hring 2 og er Per Iversen dómari frá Noregi.

Snögghærður byrjar kl 11:08 og eru 4 snögghærðir sýndir.

Strýhærður Vorsteh er svo strax á eftir kl 11:24 og er aðeins 1 strýhærður sýndur.

 

Minnum þá sem eru að sýna að mæta tímanlega því þessi tími getur breyst mjög mikið í báðar áttir.

Þeir sem vilja kynna sér meira um hundasýninguna er bent á að skoða www.hrfi.is

 

Gangi ykkur vel á sýningunni

Kveðja Vorstehdeild

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.