Vorpróf Vorstehdeildar fór fram um helgina og viljum við þakka öllum sem mættu fyrir frábæra helgi og geggjaða stemmingu.
Við viljum einnig þakka styrktaraðila okkar Royal Canin Ísland sem gáfu Royal Canin Maxi fóður í verðlaun fyrir besta hund í UF og besta hund í OF bæði föstudag og laugardag og gáfu líka Royal Canin Maxi í fyrstu 3. sætin í keppnisflokki ásamt því að leysa alla út með Royal canin Energy bites í þátttökugjöf! Takk æðislega fyrir Royal Canin Ísland
Við viljum einnig þakka Alexander Kristiansen frá Noregi sem dæmdi fyrir okkur alla helgina, Einar Örn fyrir að vera fulltrúi HRFÍ ásamt því að dæma KF með Aleksander og síðast en alls ekki síst Olafur Erling Olafsson fyrir að vera prófstjóri og aðstoða stjórn með skipulagningu prófs.
- Árangur föstudags var svohljóðandi:
- Arkenstone Með Allt á Hreinu – 1. einkunn Besti hundur dagsins.
- Kaldbaks Orka – 2. einkunn
- Veiðimela Bjn Freyja – 2. einkunn
- Vinarminnis Móa – 3. einkunn
- Árangur laugardagsins var svohljóðandi:
- Hrísmóa Kaldi – 2. einkunn Besti hundur dagsins
- Fasanlia´s DL Fannar – 3. einkunn
- Kaldbaks Orka – 3. einkunn
- Úrslit sunndags í keppnisflokk voru svohljóðandi:
- 1. sæti – Arkenstone Með Allt á Hreinu
Innilega til hamingju allir einkunnahafar og vonumst við til að sjá sem flesta á næsta prófi Vorstehdeildar.