Framhalds ársfundur Vorstehdeildar – kosning í stjórn.

Þann 28.febrúar sl. var ársfundur Vorstehdeildar haldinn. Kjósa átti nýja stjórn en því miður þá komu engin framboð. Stjórn deildarinnar hefur því ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum meðlium til að taka sæti í stjórn deildarinnar. Áhugasamnir eru beðnir um að senda póst á netfang deildarinnar vorsteh@vorsteh.is Frestur til að skila inn framboði er til miðnættis 8.mars nk.

Framhalds ársfundur verður haldinn þriðjudaginn 14.mars kl.19:30. Staðsetning auglýst síðar.

Bendum góðfúslega á reglur HRFÍ um setu í stjórn rækturnardeilda;

Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni. Á fyrsta fundi eftir ársfund skal stjórn velja sér formann

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.