Í dag fór fram annar dagur í Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar. Vond veðurspá var fyrir daginn um allt land en veður hélst þó ágætt framan af degi. Engin einkunn náðist í unghundaflokki en í opnum flokk komu eftirtaldar einkunnir í hús. Strýhærða Vorsteh tíkin Icel Artemis Ariel og Arnar Már Ellertsson nældu sér í 1. einkunn í alhliðaprófi. En alhliðapróf bæði heiðarpróf og sækipróf. Glæsilegur árangur. Strýhærða Vorsteh tíkin Hlaðbrekku Irma og Stefán Marshall fengu 3. einkunn. Bretonarnir Klaki og Dagfinnur 1. einkunn, Tindur og Eydís Elva 2. einkunn, Stefán Karl fékk 2. einkunn á Bliku og 3. einkunn á Byl. Ensku setarnir Kaldbaks Vaskur og Þorsteinn Friðrikisson fengu í 2. einkunn og Dreki og Hrafn Jóhannsson fengu 2. einkunn. Á morgun er síðasti dagur prófsins en þá fer fram keppnisflokkur, verðurspáin er hins vegar afleit, því miður.
nóvember 2024 S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Færslusafn
Innskráning