Líflandspróf Vorstehdeildar verður haldið dagana 30. September – 2. október. Boðið verður upp á unghundaflokk, opin flokk í blönduðu partýi og keppnisflokk. Dómarar prófsins verða, Tore Chr Røed, og Pétur Alan Guðmuðmundsson mund dæma keppnisflokk með Tore. Fulltrúi HRFÍ veður Svafar Ragnarsson. Prófstjórar eru, Guðni Stefánsson og Díana Sigurfinnsdóttir
Dagskrá:
30. sept. Verður boðið upp á unghundaflokk og opin flokk, blandað partý dómari Tore Chr Røed.
01. okt Verður boðið upp á unghundaflokk og opin flokk í blandað partýi dómari Tore Chr Røed.
02.okt Verður boðið upp á keppnisflokk, dómarar Tore Chr Røed og Pétur Alan Guðmundsson.
Veitt verða verðlaun fyrir besta hund í unghunda- og opnum flokki báða dagana auk verðlauna fyrir sæti í keppnisflokki.
Bráð til sóknar þurfa þátttakendur að útvega sjálfir.
Prófsvæðið verður í nágrenni við höfuðborgarsvæðið en við vekjum athygli á því að heiðin verður smöluð 17. september og gert er ráð fyrir því að seinni leitir fari fram laugardaginn 2.október.
Skráning í prófið.
Á Skrifstofu HRFÍ eða símleiðis í 588 5255 þar sem greitt er með því að gefa upp kortanúmer. Einnig er hægt að millifæra á HRFI á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófnúmer 502212 í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit af greiðslu á hrfi@hrfi.is og vorsteh@vorsteh.is
Verðskrá veiðiprófa:
Veiðipróf einn dagur 6.800
Veiðipróf 2ja daga 10.200
Veiðipróf 3ja daga 13.500
Við skráningu þarf að koma fram:
-Nafn eiganda
-Nafn hunds
-Ættbókarnúmer
-Nafn leiðanda
-Hvað flokk er skráð í
-Hvaða daga
-Prófnúmer 502212
Vinsamlega athugið að síðasti skráningardagur í prófið er mánudagurinn 26. september á miðnætti.