Nú um helgina fer fram veiðipróf Norðanhunda. Um er að ræða 3 daga próf þar sem prófað verður í unghunda- og opnum flokk á föstudag og laugardag og síðan er keppnislokkur á sunnudag. Dómarar í pórfinu eru Kjartan Lindböl og Einar Kaldi Örn Rafnsson sem er einnig fulltrúi HRFÍ. Prófstjórar eru Dagfinnur Smái og Hrannar Gylfason. Prófsvæðið er í Reykjadalnum á Mývatnsheiði. En þátttankendur halda til á Narfastöðum. Fulltrúar Vorsteh í þessu prófi eru Veiðimela Frosti, Veiðimela Orri og Ísþoku Tangó sem taka þátt í opnum flokki. Í unghundaflokki eru Ice Artemis Askur, Ice Artemis Skuggi, Ice Artemis Aríel og Veiðimela Tikka. Áfram Vorsteh og njóið helgarinnar.
nóvember 2024 S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Færslusafn
Innskráning