NÝLIÐASPJALL

Við viljum bjóða nýliðum með unghunda (2 ára og yngri) velkomna í nýliðspjall í Sólheimakoti næstkomandi fimmtudag 21. apríl (Sumardaginn fyrsta) klukkan 10:00.

Okkur langar að heyra í nýliðum innan deildarinnar, kynna starfið og spjalla hvernig við getum unnið saman á næstu misserum, hvað ykkur finnst áhugavert og hvað myndi gagnast ykkur.

Við viljum leggja áherslu á að það eru ALLIR nýliðar velkomnir óháð því hvort fólk hafi reynslu af hundum eða veiðum yfir höfuð og ekki gerð krafa um að hundurinn sé með. Það eina sem þarf er að hafa áhuga á að vinna með hundinum sínum og/eða hitta aðra sem eru í svipaðri stöðu og spjalla yfir kaffibolla

Vonumst til að sjá sem flesta og leiðbeiningar hvernig á að komast í Sólheimakot má finna í tenglinum hér að neðan.

.http://www.hrfi.is/soacutelheimakot.html

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.