Fuglahundadeild heldur heiðarpróf 23. apríl nk.
Skráningarfrestur lýkur þriðjudaginn 19. apríl.
Dómarar Svafar Ragnarsson (fulltrúi HRFÍ) og Pétur Alan Guðmundsson. Prófstjóri er Atli Ómarsson
Prófsetning verður auglýst síðar.
Prófað verður í unguhunda- og opnum flokk. Leiðendur í opnum flokki koma með rjúpu.
Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra á reikningfélagsins. Munið að senda kvittun á hrfi@hrfi.is og á prófstjóra atlibrendan@gmail.com
Sími skrifstofu HRFÍ er 588-5255.
Reikningsupplýsingar HRFÍ eru eftirfarandi:
Rknr: 515-26-707729
Kt: 680481-0249
Þátttökugjald er kr. 6.800.-
Við skráningu verður að tiltaka:
Veiðiprófsnúmer: 502204
Ættbókarnúmer hunds.
Eigandi hunds.
Nafn leiðanda.
Í hvaða flokk er verið að skrá.
Greiða verður um leið og skráning fer fram svo að skráning sé gild.
Framkvæmd prófs verður í stórum dráttum eftirfarandi: Prófsetning snemma dags, kl: 19:00 verður matur fyrir þá sem vilja taka þátt í því í Sólheimakoti og farið yfir úrslit prófsins. Fyrirkomulag á matnum verður auglýst sérstaklega.
Eins og ávallt, er áhugasömum velkomið að ganga með á prófinu og kynna sér hvernig heiðarpróf fer fram.