Fyrsti dagurinn af þremur í Líflands – Arion prófinu fór fram í dag, föstudaginn 1. apríl.
Dómari dagsins var Andreas Bjørn og dómaranemi var Einar Örn. Prófstjórar dagsins voru Ólafur Ragnarson og Viðar Örn Atlason. Fulltrúi HRFÍ var Svafar Ragnarsson. Blandað partí var í dag, unghunda- og opinn flokkur. Prófið var haldið á Mosfellsheiðinni í mildu veðri, hiti í kringum frostmark og hægur vindur. Þrjár einkunnir komu í hús í dag, allar í opnum flokki.
- einkunn.
Langlandsmoens Black Diamond – Enskur pointer – Leiðandi Ásgeir Heiðar
2. einkunn.
Hrímlands KK2 Ronja – Brenton – Leiðandi Viðar Örn Atlasoon
Steinahlíðar Atlas – Enskur setter – Leiðandi Steingrímur Hallur Lund