Skráning er nú hafin í Bendispróf Vorstehdeildar
Dómarar verða Robert Gill og Guðjón Arinbjarnar.
Óskar Hafsteinn Halldórsson verður prófstjóri og Guðjón fulltrúi HRFÍ
Dagskrá er hér í annari færslu
http://www.vorsteh.is/?p=6613
Prófsvæðið er í kring um höfuðborgina.
Styrktaraðilar eru Bendir og Famous Grouse
Robert Gill frá Noregi, hann hefur veitt með standandi fuglahundum í um þrjátíu ár og tekið þátt í veiðiprófum í meira en 25 ár. Hann fékk dómararéttindin 2005 og hefur dæmt hinar mismunandi tegundir prófa fyrir standandi fuglahunda í fjöldamörgum prófum bæði í Noregi og Svíþjóð.
Guðjón Arinbjörnsson þekkjum við, en hann er einn af fyrstu fuglahundadómurum á Íslandi.
Hægt er að hringja í HRFI í síma 588 5255 og gefa upp kortanúmer og upplýsingar.
Upplýsingar sem þarf að hafa við höndina er:
Prófsnúmerið, sem er 502112 ,
Flokkur
Nafn eiganda,
nafn hunds,
ættbókanúmer hunds,
og nafn leiðanda.
Einnig er hægt að senda póst á hrfi@hrfi.is og láta þessar upplýsingar þar inn og millifæra svo á félagið á reikning 515-26-707729 Kennitala: 680481-0249 og setja nafn hunds og prófsnúmer í skýringu á færslunni ásamt að senda afrit á hrfi@hrfi.is
Gjaldskráin er hér undir „Veiði og vinnupróf“
Sjáumst í góða skapinu