Vorpróf DESI var haldið helgina 17-18 april. Prófið fór fram á Mosfellsheiðinni og var mætt á stóra bílaplanið á Nesjavallaveginum. Dómarar voru Guðjón Arinbjarnarson og Svafar Ragnarsson.
Á laugardeginum náðu tveir Vorstehhundar einkunn í Unghundaflokk, það voru:
Veiðimela Orri sem náði 2.einkunn, eigandi Pétur Alan Guðmundsson
Veiðimela Frosti sem náði 1.einkunn og var valinn besti hundur prófs 🙂 Eigendur Frosta eru Ingi Már Jónsson Elín Edda Alexandersdóttir
Glæsilegur árangur og gaman að sjá unghunda gera góða hluti.
Við óskum eigendum innilega til hamingju 🙂
nóvember 2024 S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Færslusafn
Innskráning