Vorstehdeild mun bjóða upp á kynningu á grunnþáttum í hlýðni fimmtudagskvöldið 18.febrúar.
Farið verður í gegnum grunnþætti eins og: stöðugleiki, ganga við hæl, sitja liggja, bíða, flautustopp, halda á dummy og annað sem ykkur langar að fá hjálp með. Þetta er góður vettvangur til að hittast, þjálfa saman og kynnast. Allir hjartanlega velkomnir, sérstaklega þeir sem eru að byrja og þurfa hjálp til að komast af stað. Alltaf skemmtilegra að hitta aðra og þjálfa saman. Þar sem við búum enn við samkomutakmarkanir viljum við biðja ykkur að láta vita ef þið hafið hug á að mæta með því að melda ykkur inn á viðburðinn í gegnum fb HÉR.
Staðsetning: Blíðubakkahúsið í Mosfellsbæ.
Tímasetning: Þriðjudaginn 23. febrúar kl.20:00
Koma með: hundinn, nammi fyrir hundinn, gleðina og nóg af þolinmæði.