Það var UF flokkur í dag, og við fórum upp á línuveginn við Lyklafell þegar þokan gaf sig aðeins. Veðrið var skyn og skúrir og mátulegur vindur. Tókum í stórum dráttum hring upp undir Gumma Bogg og svo utan um Lyklafell og aftur í vestur. Eitthvað sást af fugli, en svosem aldrei nóg. Flestir hundar fengu séns á fugli en það var bara einn sem náði að nýta sér tækifærið og það var Hlaðbrekku Irma sem náði 3. einkunn.
Við óskum Stefan Marshall og Irmu til hamingju 🙂
Síðast en alls ekki síst var pointerinn Langlandsmoens Black Diamond valinn besti unghundur prófs yfir báða daga samanlagt.
Þökkum þáttakendum og dómara fyrir daginn.
nóvember 2024 S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Færslusafn
Innskráning