Endurskoðun á skilyrðum til ræktunar fyrir Vorsteh hunda

Frá og með 1. janúar 2021 verða eftirfarandi skilyrði fyrir ræktun Vorsteh hunda og skulu niðurstöður vera ljósar fyrir pörun:

GERMAN SHORTHAIRED POINTING DOG

Undaneldisdýr skulu mjaðmamynduð. *(2)

GERMAN WIREHAIRED POINTING DOG

Undaneldisdýr skulu mjaðmamynduð. DNA prófa þarf undaneldisdýr fyrir Von Willebrands sjúkdómnum (VWD), type 2, og ræktunarbann er á hunda sem greinast með sjúkdóminn. *(2 og 5)

*Almenn skilyrði:

2. Sé annað ekki tekið fram, er lágmarksaldur hunda í mjaðma- og olnbogamyndatöku 12 mánuðir. Röntgenmyndir af mjöðmum og olnbogum hunda eru sendar til Noregs eða Svíþjóðar. Einnig er hægt að senda myndir til OFA í Bandaríkjunum til aflesturs, en þá verða hundarnir að hafa náð 2ja ára aldri. Fyrir þann aldur er aðeins um bráðabirgða niðurstöður að ræða sem ekki eru viðurkenndar. Varanlegt auðkenni myndaðara hunda skal staðfest af dýralækni/starfsmanni dýralæknastofu við myndatöku. Hundeigendur þurfa að senda niðurstöður til skrifstofu HRFÍ. Niðurstöður mjaðma- og olnbogamynda eru skráðar í ættbók.

Um öll hundakyn gildir að greinist hundur með alvarlegt mjaðma- eða olnbogalos, E (AD gráða 3), fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Séu hundar með mjaðmalos C eða D gráðun (AD gráðun 1 eða 2), mega þeir aðeins parast með hundum með A eða B gráðun (AD gráðun 0). Sækja má um undanþágu frá þessu til stjórnar HRFÍ vegna íslenska fjárhundsins, enda sé pörun kyninu til framdráttar.

5. Eftirfarandi gildir um undaneldisdýr og niðurstöður DNA prófa vegna sjúkdóma nema annað sé tekið fram um einstök hundakyn: Bera má einungis nota í ræktun á móti arfhreinum hundum. Sýktir hundar eru settir í ræktunarbann. Í þeim tilvikum þar sem báðir foreldrar eru með DNA niðurstöð fríir 2 (Normal/Clear; N/C), telst afkvæmi arfhreint fyrir þeirri gerð (Normal/Clear by Parentage; N/C/P). DNA prófa þarf næstu kynslóð á eftir.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.