Árfundur deildarinnar verður haldinn í Sólheimakoti þriðjudaginn 2. júní n.k. og hefst kl.20.00
Verkefnið eru hefðbundin ársfundarstörf.
- Farið yfir ársskýrslu stjórnar fyrir 2019
- Heiðrun stigahæstu hunda 2019
- Val í nefndir
- Kosið til stjórnar Vorstehdeildar. Tvö sæti eru laus til tveggja ára og eitt sæti til eins árs.
- Önnur mál.
Samkvæmt reglum um ræktunardeildir er stjórn skipuð 5 stjórnarmeðlimum. Að þessu sinni eru það sæti Guðmundar Péturssonar og Guðna Stefánssonar sem eru laus til tveggja ár. Sæti Díönu Sigurfinnsdóttur er laust til eins ár.
Við hvetjum ykkur kæru félagsmenn að gefa kost á ykkur til að starfa í stjórn og nefndum deildarinnar. Það er skemmtilegt að starfa í kringum áhugamálið, styrkur okkar er að sem flestir gefi kost á sér og að þáttakendur séu með mismunandi sýn og áhuga. Þá verður starfið fjölbreyttara og meiri líkur á að það falli að fjöldanum.
Ef það eru einhver sérstök mál sem þið viljið koma að á ársfundi til umræðu væri gott að senda erindi áður, það er ekki skylda en gefur færi á meiri umræðum.
Takið daginn frá og sjáumst hress.
Stjórn Vorstehdeildar