Um helgina fór fram tvöföld útisýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Veðrið var á besta veg og sýningin vel heppnuð.
Reykjavík Winner og NKU sýning 8. júní
Í Snögghærðum Vorsteh var Rugdelias ØKE Tiur valinn Besti hundur tegundar (BOB) og Zeldu BST Nikíta Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS) bæði fengu þau NKU meistarastig og Reykjavik Winner titil (RW-19)
Rugdelias ØKE Tiur fór svo áfram í úrslit í tegundahóp og var þar í 2. sæti!
Önnur úrslit í Snögghærðum Vorsteh má finna HÉR
Í Strýhærðum Vorsteh var Hlaðbrekku Irma Besta ungviði tegundar (4-6 mánaða)
Önnur úrslit úr Strýhærðum Vorsteh má finna HÉR
Alþjóðleg sýning 9. júní
Því miður áttu hvorki Snögghærðir eða Strýhærðir Vorsteh fulltrúa í Tegundahópi þennan daginn.
Strýhærði Vorsteh hvolpurinn Hlaðbrekku Galdur var Besta ungviði tegundar og náði í topp 7 úr stórum hópi í úrslitum um Besta ungviði sýningar
Úrslit úr Snögghærðum Vorsteh má finna HÉR
Úrslit úr Strýhærðum Vorsteh má finna HÉR