Sumargleðin var haldin í gærkvöldi í frábæru veðri.
Fyrsta þraut var að sækja eins mörg kvikindi eins og hægt var á 5 mínútum. Lögð var út ýmiskinar bráð, rjúpur, lundar, mávar og refur sem gáfu mismörg stig.
Önnur þraut var að sækja eins mörg dummy og hægt var á 4 mínútum hámark 10 af 15.
UF var aðeins nær bráðinni og þurfti ekki að sækja eins mörg dummy.
Unnur Unnsteinsdóttir dæmdi og þökkum við henni kærlega fyrir það og hjálpina.
Um 12 hundar voru skráðir í OF og UF.
Pulsur voru grillaðar og spjallað og hlegið, skemmtilegt kvöld 🙂
OF
1. GG Sef og Guðni
2-3. Yrsa og Einar – Veiðimela Gló og Elías
UF
1. Ice Artemis Dáð og Leifur
2. Hríma og Dagfinnur
Þökkum öllum, styrktaraðilanum Einari G. sem gaf 5 x 15kg af Troll hundafóðri, GS skerping sem mætti með pulsur og grill, Famous Grouse sem gaf viský fyrir fyrsta sæti í báðum flokkum, og öllum þeim sem komu og tóku þátt. Gerum þetta aftur að ári eins og síðustu ár.
Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu.
nóvember 2024 S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Færslusafn
Innskráning