Hundasýning HRFÍ 4-5 júní

ISCh C.I.B. Skerðingsstaða Píla, Hér er Guðrún Hauksdóttir að vinna ungir sýnendur

Núna um helgina er hundasýning á vegum HRFÍ sem verður 4-5 júní.

Snögghærður Vorsteh (6 stk) verður sýndur kl 09:00 í hring 5 og Strýhærður Vorsteh (2 stk) strax á eftir eða um 09:24

Hér má sjá dagskránna http://hrfi.is/FileLib/skjalasafn/Dagskra_juni_2011.pdf

Hvetjum sem flesta til að mæta og hvetja vorsteh hundana okkar.

ÁFRAM VORSTEH 🙂

 

Kveðja Vorstehdeild

 

Hér á eftir er auglýsing frá HRFÍ:

Uppsetning og aðstoð á júní sýningu HRFÍ
Ef þú hefur áhuga á að aðstoða við uppsetningu og taka niður sýninguna eða vinna á sýningunni þá óskum við að heyra frá þér fljótlega á hrfi@hrfi.is.

Venjulega er sýningin sett upp á fimmtudögum fyrir sýningar en þar sem sá dagur er núna frídagur (Uppstigningardagur) verður sýningin sett upp miðvikudaginn 1. júní, mæting í   Reiðhöllina í Víðidal kl.16:45.

Ef þið vitið um einhverja sem eru reiðubúnir til að vinna á sýningum okkar en hafa ekki séð þessa auglýsingu þá endilega látið okkur vita.

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.