Bendispróf Vorstehdeildar var haldið 5-7 oktober 2018.
Frábær skráning var í prófið eða 62 skráningar.
Dómarar voru Per Olai Stömner og Glenn Olsen ásamt Guðjóni Arinbjarnar og svo Pétri Alan sem leysti Guðjón af á síðasta degi í UF/OF.
Prórstjóri var Gunnar Pétur Róbertsson og fulltrúi HRFÍ Guðjón Arinbjörnsson.
Á föstudeginum var prófið sett í Sólheimakoti í fínu veðri og farið annarsvegar upp á „Skotsvæði Gumma Bogg“ og hinn hópurinn fór að Lyklafelli.
Úrslit dagsins:
Í Keppnisflokki fékk einn hundur sæti, og það var
Veiðimela Jökull (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Friðrik G Friðriksson, sem landaði 1. sætinu 🙂
Opinn flokkur:
Bylur ( Breton ) leiðandi Stefán K. Guðjónsson 3. einkunn.
Vatnsenda Aron (Enskur pointer) leiðandi Gunnar Örn Haraldsson 2. einkunn.
og síðast en ekki síst
Rjúpnasels Rán (Enskur setter ) leiðandi Eyþór Þórðarson 1.einkunn.
Engin hundur í UF náði einkunn en allir hundar fengu fína umsögn.
Á laugardeginum var spáin þannig að upp úr kl 14 kæmi éljabakki inn yfir land og myndi hvessa með því. Þessvegna var ákveðið að setja prófið kl 9 á afleggjaranum að Skálafelli og reyna svo að nýta tímann sem best framan af degi.
Veðrið spilaði svo stóra rullu í UF/OF, en uppúr kl 13 skall á mikil hríð en þá hafði KF nýlokið keppni.
Úrslit dagsins:
Í Keppnisflokki náði 1 hundur sæti og var það
Veiðimela Karri (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Pétur Alan Guðmundsson, sem hreppti 1.sætið með meistarastigi 🙂
Við óskum Pétri Alan innilega til hamingju með árangurinn.
Engin einkunn kom í UF eða OF, en allir hundar áttu möguleika á fugli, en hann var styggur og erfiður í veðrinu.
Á sunnudeginumi vaknaði fólk upp í logni og fínu veðri. Prófið var sett í Sólheimakoti og farið á heiðina. KF fór upp á stóra bílaplan og gékk uppfyrir pípu, en UF/OF fóru á Gumma Bogg.
Úrslit dagsins:
Í Keppnisflokki náði einn hundur sæti.
Bendishunda Saga – Þoka (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Guðmundur Pétursson varð í 1.sæti.
Dómarar í KF í dag voru Per Olai Stömner og Glenn Olsen.
Opinn flokkur:
Rjúpnasels Rán (ES) leiðandi Eyþór Þórðarson 1.einkunn …. aftur !!
Unghundaflokkur:
Fjallatinda Ýrr (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Ólafur Erling Ólafsson 3.einkunn
Fjallatinda Daniela Darz Bór (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Ívar Erlendsson 3.einkunn.
Rypleja´s Klaki (Breton) leiðandi Dagfinnur Ómarsson 2.einkunn
Fóellu Aska (Breton) leiðandi Helgi Jóhannesson 2.einkunn
Pétur Alan stökk til og leysti Guðjón Arinbjarnar af í dómgæslu í UF/OF þegar Guðjón reif vöðva í æsingnum
Þökkum Pétri fyrir það og óskum öllum einkunnar og sætishöfum til hamingju með árangurinn.
Rjúpnasels Rán var svo besti hundur samanlagt í OF/UF yfir helgina Glæsilegur árangur !!
Við viljum þakka dómurunum Glenn Olsen og Per Olai Stömner, Guðjóni og Pétri fyrir helgina og einnig prófstjóra Gunnari Pétri og fulltrúa HRFÍ Guðjóni.
Diana okkar Sigurfinnsdóttir fær einnig kærar þakkir fyrir hjálpina 🙂
Sérstakar þakkir fá styrktaraðilar prófsins Bendir, sérverslun með hundavörur, Famous Grouse og Ljósasmiðjan … það væri nánast ómögulegt að gera þetta án þeirra.
Vorstehdeild þakkar fyrir sig og gaman að sjá svona marga í prófinu 🙂
Hér eru nokkrar myndir af sætis og einkunnarhöfum:
Og hér eru nokkrar myndir af heiðinni: