Úrslit Bendisprófs Vorstehdeildar

bendir-logo-430x101
Bendispróf Vorstehdeildar
var haldið 5-7 oktober 2018.
Frábær skráning var í prófið eða 62 skráningar.
Dómarar voru Per Olai Stömner og Glenn Olsen ásamt Guðjóni Arinbjarnar og svo Pétri Alan sem leysti Guðjón af á síðasta degi í UF/OF.
Prórstjóri var Gunnar Pétur Róbertsson og fulltrúi HRFÍ Guðjón Arinbjörnsson.

Á föstudeginum var prófið sett í Sólheimakoti í fínu veðri og farið annarsvegar upp á „Skotsvæði Gumma Bogg“ og hinn hópurinn fór að Lyklafelli.
Úrslit dagsins:
Í Keppnisflokki fékk einn hundur sæti, og það var
Veiðimela Jökull (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Friðrik G Friðriksson, sem landaði 1. sætinu 🙂
Opinn flokkur:
Bylur ( Breton ) leiðandi Stefán K. Guðjónsson 3. einkunn.
Vatnsenda Aron (Enskur pointer) leiðandi Gunnar Örn Haraldsson 2. einkunn.
og síðast en ekki síst
Rjúpnasels Rán (Enskur setter ) leiðandi Eyþór Þórðarson  1.einkunn.
Engin hundur í UF náði einkunn en allir hundar fengu fína umsögn.

Á laugardeginum var spáin þannig að upp úr kl 14 kæmi éljabakki inn yfir land og myndi hvessa með því. Þessvegna var ákveðið að setja prófið kl 9 á afleggjaranum að Skálafelli og reyna svo að nýta tímann sem best framan af degi.
Veðrið spilaði svo stóra rullu í UF/OF, en uppúr kl 13 skall á mikil hríð en þá hafði KF nýlokið keppni.
Úrslit dagsins:
Í Keppnisflokki náði 1 hundur sæti og var það
Veiðimela Karri (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Pétur Alan Guðmundsson,  sem hreppti 1.sætið með meistarastigi  🙂
Við óskum Pétri Alan innilega til hamingju með árangurinn.
Engin einkunn kom í UF eða OF, en allir hundar áttu möguleika á fugli, en hann var styggur og erfiður í veðrinu.

Á sunnudeginumi vaknaði fólk upp í logni og fínu veðri. Prófið var sett í Sólheimakoti og farið á heiðina. KF fór upp á stóra bílaplan og gékk uppfyrir pípu, en UF/OF fóru á Gumma Bogg.
Úrslit dagsins:
Í Keppnisflokki náði einn hundur sæti.
Bendishunda Saga – Þoka (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Guðmundur Pétursson varð í 1.sæti.
Dómarar í KF í dag voru Per Olai Stömner og Glenn Olsen.
Opinn flokkur:
Rjúpnasels Rán (ES) leiðandi Eyþór Þórðarson 1.einkunn …. aftur !!
Unghundaflokkur:
Fjallatinda Ýrr (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Ólafur Erling Ólafsson 3.einkunn
Fjallatinda Daniela Darz Bór (Snögghærður Vorsteh) leiðandi Ívar Erlendsson 3.einkunn.
Rypleja´s Klaki (Breton) leiðandi Dagfinnur Ómarsson 2.einkunn
Fóellu Aska (Breton) leiðandi Helgi Jóhannesson 2.einkunn
Pétur Alan stökk til og leysti Guðjón Arinbjarnar af í dómgæslu í UF/OF þegar Guðjón reif vöðva í æsingnum  
Þökkum Pétri fyrir það og óskum öllum einkunnar og sætishöfum til hamingju með árangurinn.

Rjúpnasels Rán var svo besti hundur samanlagt í OF/UF yfir helgina  Glæsilegur árangur !!

Við viljum þakka dómurunum Glenn Olsen og Per Olai Stömner, Guðjóni og Pétri fyrir helgina og einnig prófstjóra Gunnari Pétri og fulltrúa HRFÍ Guðjóni.
Diana okkar Sigurfinnsdóttir fær einnig kærar þakkir fyrir hjálpina 🙂
Sérstakar þakkir fá styrktaraðilar prófsins Bendir, sérverslun með hundavörur, Famous Grouse og Ljósasmiðjan … það væri nánast ómögulegt að gera þetta án þeirra.
Vorstehdeild þakkar fyrir sig og gaman að sjá svona marga í prófinu 🙂

Hér eru nokkrar myndir af sætis og einkunnarhöfum:
Jökull 43115223_630673347330256_5480613951731400704_o 43248197_631157637281827_7583603237488427008_o 43322987_631726753891582_9185715395691020288_o 43331124_631726840558240_3105518348671123456_o 43375262_631726763891581_6943764959922749440_o 43480524_631726863891571_6218351550633345024_o
Og hér eru nokkrar myndir af heiðinni:
43124192_10160853645620103_2263873860107501568_o 43130238_2260838767522720_1860791574514892800_n 43218222_10214901980036574_8217376827958624256_o 43222161_2261612650778665_1132576674022424576_o 43226083_2261612577445339_795522226341281792_o 43245309_10214900034027925_4094211449319063552_o 43271785_2261612747445322_396170523572174848_o 43289648_10217687645811749_8643598236973531136_o 43303820_10160857250490103_429021285310267392_o 43323060_10160862108765103_7417324519221624832_o 43340002_2261612640778666_5179731456624164864_o 43343427_10160862397345103_701898540653215744_o 43358987_2261613050778625_4462301596969074688_o 43411615_2261612767445320_7774716792395530240_o 43422564_10160862108865103_3055464868523016192_o 43447164_10217687700173108_3323946864788635648_o

 

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.