Dómari var Ellen Marie Imshaug og með henni kom eiginmaður hennar Oystein Dahl.
Ellen byrjaði á því að halda sækinámskeið fyrir konur sem Diana Sigurfinnsdóttir skipulagði með henni á miðvikudag og fimmtudag. 14 konur skráðu sig og voru frá kl 17 og langt fram eftir kvöldi í sækiæfingum með hunda á öllum aldri og af mörgum tegundum. Mikil ánægja var hjá þeim með námskeiðið og góður andi í hópnum 🙂
Á laugardaginn 23. júní var svo fyrri dagur Ljósasmiðjuprófs Vorstehdeildar. Prófið var sett í Sólheimakoti kl 9. Fulltrúi HRFI var Egill Bergman og prófstjóri Diana Sigurfinnsdóttir.
Notast var við svæðið vð skemmurnar í frjálsri leit. Hafravatn í sókn í vatni og farið upp á Kóngsveg í spor. Hádegishlé og grill var tekið í Sólheimakoti. Veðrið var eihver fræsingur með vætu inn á milli, en allir vel klæddir og létu það ekki á sig fá.
10 hundar hlutu einkunn þennan dag og eru hér í handahófskendri röð.
1. einkunn í OF hlutu:
Blláskjárs Skuggi Jr. – Weimaraner
Bláskjárs Adam Garpur – Weimaraner
Embla – Vizsla
Bláskjárs Adams Yrsa – Weimaraner
Sagåsens Trofi – Snöggh. Vorsteh
2.einkunn í OF hlutu:
Háfjalla Parma – ES
Veiðimela Jökull – Snöggh. Vorsteh
Bendishunda Saga – Þoka – Snöggh. Vorsteh
Ice Artemis Hera – Strýhærður Vorsteh
3. einkunn hlaut:
Gg Sef – Strýhærður Vorsteh
Glæsilegt einkunnarhlutfall, góður dagur.
Um kvöldið eftir verðlaunaafhendingu og hamborgaragrillveislu, héldu þau hjónin Ellen og Oystein fyrirlestur um sitt hundahald og þjálfun. Mjög skemmtilegur fyrirlestur á léttu nótunum þar sem ýmiss fróðlekur, tips og trix komu fram, ásamt svo smá sýnikennslu í lokin 🙂
Á Sunnudaginn 24.júní var mun bjartara veður, jafnvel smá sól, og prófið sett í Sólheimakoti kl 9.
Prófstjóri Diana Sigurfinnsdóttir og Fulltrúi HRFI Pétur Alan Guðmundsson.
Farið var með frjálsu leitina upp á Kóngsveg og sókn í vatn var aftur tekin á Hafravatni.
Hádegishlé og grill í Sólheimakoti og svo var farið í sporið sem var að hluta til lagt við pípuna á Hólmsheiði, þar sem var pláss fyrir 10 spor og svo voru síðustu sporin tekin á Kóngsveginum.
14 hundar fengu einkunn þennan daginn og eru hér í handahófskenndri röð:
Í Unghundaflokki fengu báðir hundar einkunn 🙂
Sangbergets Jökuleima Laki – Snöggh. Vorsteh fékk 2.einkunn
Kandbaks Snerpa – ES fékk 3. einkunn
Í Opnum flokki fengu 12 hundar einkunn.
1.einkunn hlutu:
Bláskjárs Skuggi Jr – Weimareiner
Sagåsens Trofi – Snöggh. Vorsteh
Embla – Vizsla
Gg Sef – Strýhærður Vorsteh
Háfjalla Parma – ES
Veiðimela Jökull – Snöggh. Vorsteh
Bendishunda Saga – Þoka – Snöggh. Vorsteh
Ice Artemis Hera – Strýhærður Vorsteh
OG síðast en ekki síst 😉
Sika ze Strazistských lesu – Puddlepointer sem kláraði daginn með fullu húsi stiga, en hún fékk 30 stig af 30 mögulegum. Glæsilega gert og sérstaklega gaman að sjá hana í sporinu, alveg eins og járnbrautarlest á teinum 🙂
2. einkunn hlutu:
Bláskjárs Adam Garpur – Weimaraner
Bláskjárs Adams Yrsa – Weimaraner
Bláskjárs Adams Moli – Weimaraner
Veitt voru verðlaun fyrir 3 stigahæstu hunda yfir báða daga samanlagt í OF og stigahæsta hund í UF.
Í UF sigraði Sangbergets Jökuleima Laki – Snöggh. Vorsteh
Í OF varð:
Í 1.sæti Bláskjárs Skuggi Jr – Weimareiner
Í 2.sæti Sagåsens Trofi – Snöggh. Vorsteh
Í 3.sæti Embla – Vizsla
Svona glæsilegt námskeið og próf verður ekki til að sjálfu sér og vill Vorstehdeild þakka öllum sem lögðu hönd á plóg innilega fyrir hjálpina.
Við þökkum Ellen Marie Imshaug fyrir frábæra dómgæslu og námskeið og Oystein hálpina við hvoru tveggja, og þeim báðum fyrir fyrirlesturinn.
Diana Sigurfinnsdóttir fær ómældar þakkir fyrir verkstjórn og óteljandi hluti sem hún reddaði og gerði til að láta þetta allt ganga snurðulaust.
Sigrún Guðlaugardóttir og Guðmundur fá þakkir fyrir að manna bátinn og fleira. Sigrún og Atli fyrir að lána okkur bátinn. Svo fá Unnur, Sigrúnarnar, Einar Guðna og fleiri innilegar þakkir fyrir hjálpina. Og einnig er vert að minnast á gott samstarf milli fuglahundadeildanna Vorsteh, FHD og DESÍ.
Varla væri hægt að halda svona próf nema fyrir okkar frábæru styrktaraðila.
Ljósasmiðjan fær þakkir fyrir stuðninginn.
Heiðarspor fær innilegar þakkir fyrir fóðurverðlaun og fleira frá Uniq
Famous Grouse er enn og aftur öflugur styrktaraðili og gaf verðlaun og merkingar á verðlaunaglösum.
Við þökkum kærlega fyrir okkur, óskum öllum einkunnarhöfum til hamingju með árangurinn og skynjum almenna ánægu með vikuna. Gaman þegar gengur vel í góðum þéttum hóp.
Hér eru svo nokkrar myndir frá helginni í einum graut 😉