ÍRSK prófið var haldið um helgina, eða frá Sumardeginum fyrsta til laugardags.
Dómarar vour Ingrid Frenning og Svafar Ragnarsson.
Fyrsta daginn var Opinn og Unghundaflokkur
Úrslit dagsins voru þau að
Veiðimela Jökull Vorsteh 1. einkunn í OF og besti hundur í opnum flokk.
Veiðimela Freyja Vorsteh, 3. einkunn í OF.
Sika ze Strazistských lesu Pudelpointer 3. einkunn í OF
Rampen’s Ubf Nina Vorsteh 2. einkunn í UF og besti hundur í unghundaflokk.
Fóellu Snotra Breton 2. einkunn í UF,
Ryplejas Klaki Breton 3. einkunn í UF,
Kaldbaks Snerpa ES 3. einkunn í UF.
Einkunnarhafar í OF og UF. Myndir Pétur Alan
Þrír Vorstehhundar með einkunn og bestu hundar flokka, vel gert 🙂
Á öðrum degi var keyrður Opinn flokkur, og þá voru úrslitin þessi.
Fóellu Kolka Breton 1. einkunn og besti hundur í opnum flokk.
Veiðimela Jökull Vorsteh 1. einkunn.
Helguhlíðar Rösk IS 2. einkunn
Einkunnarhafar í OF með dómaranum Ingrid Frenning.
Mynd Pétur Alan
Keppnisflokkur var svo síðasta daginn, laugardaginn 21.april. og gékk Unnur Unnsteinsdóttir með dómara sem nemi.
Úrslitin urðu þessi:
Karacanis Harpa Pointer 1. sæti.
Heiðnabergs Bylur Vorsteh 2. sæti
Midtvejs Assa Breton 3. Sæti
Sætishafar í Keppnisflokk, ásamt dómurum og Unni.
Mynd Ásgeir Heiðar.
Það er því óhætt að segja að Vorsteh hafi gert gott mót í þessu prófi 🙂
5 einkunnir eða sæti til Vorsteh.
Þess má geta að nú eru fjórir hvolpar úr sama goti hjá Veiðimelaræktun komnir með 1.einkunn í OF, vel gert og til hamingju 🙂
Við óskum öllum einkunnar og sætishöfum innilega til hamingju með árangurinn !