Nýir innfluttir Vorsteh hvolpar

Það er gaman að segja frá því að í haust voru fluttir inn tveir hvolpar, annar frá Svíðjóð en hinn frá Noregi.
Við fögnum þessum innflutningi innilega og frábært að fá svona flotta hvolpa úr frábærum skandinavískum blóðlínum 🙂

Frá Svíþjóð kom Sångbergets Jökulheima Laki og eru eigendur Unnur A. Unnsteinsdóttir, Einar Örn Rafnsson og Pétur Alan Guðmundsson.
Frá Noregi kom Rugdelias ØKE Tiur. Eigendur eru Eydís Gréta Guðbrandsdóttir og Kjartan Antonsson.

Ræktendur Laka eru Anna Fors Ward hjá Fors Ward Hund & Jakt ásamt Lennart Olafsson,
http://www.forswards.se/sangbergets-kennel/.
Hann er fæddur 25. mars 2017
Faðir Laka er SECh Burviks Bruno og móðir SECh SEJCh Vildskinnets Victoria.
Faðir Burviks Bruno,  er SEJCh FICh SECh Åslifjellet´s Bhh Balder og móðir hans er SECh Fjällspirans Troja.
Vildskinnets Viktoria er undan SECh Ormkullens Hugo-Boss og SEJCh SECh Vildskinnets Aquila.
Anna Fors ræktandi Laka hefur ræktað fjöldann af meisturum á veiðiprófum og sýningum og er margverðlaunuð fyrir ræktun sína í Svíþjóð, en hún er einnig dómari og hundaþjálfari.
Myndirnar af Laka tók Pétur Alan

Ræktendur Tiur eru Tore Kallekleiv og Anne Grete Langeland frá Rugdelias í Noregi, sem er okkur íslendingum að góðu kunn.
http://www.rugdelias.com/
Tiur er fæddur 06.03.2017
Faðir Tiur er Fi Uch FJW-09 Everest v d Stroomdrift  og móðir Rugdelias TLF Khaleesi.
Everest v d Stroomdrift er svo undan INTCh INTJCh Voss Du Pied Du Mont og C.I.B. VDHCh NLCh Bora von Hirschgraben
Rugdelias TLF Khaleesi er undan SECh Frio De Valcreole og Int N Se UCh N JCh WW-10 NordV-10 NV-06, -08, -09, -10 UGPVinner -06 Rugdelias Nmj Lucilla
Rugdelias hafa ræktað frá 1979 og er margverðlaunuð ræktun í Noregi,  og þau hafa ræktað marga meistara bæði á sýningum og í veðiprófum.

Hamingjuóskir til eigenda, með óskir um gott gengi á næstu árum 🙂

Hér eru svo nokkrar myndir af nýbúunum og fjölskyldum 😉 Smella á til að stækka…

Tiur4

Rugdelias ØKE Tiur

laki2

Sångbergets Jökulheima Laki

Tiur2

Tiur sigraði hvolpasýninguna í Noregi

laki3

Falleg mynd af Laka með rjúpu.

tiur og mamma

Tiur með mömmu sinni

laki1

Laki virðulegur

Tiur3

Tiur flottur

Everest

Everest pabbi Tiur

Laki pabbi

Bruno pabbi Laka

Laki mamma

Victoria móðir Laka

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.