Örstutt samantekt – IRSK prófið

Á fyrsta degi prófs náði Enski pointerinn Vatnsenda Karma 1.einkunn í unghundaflokki. Veiðimela Karri ( Vorsteh ) náði 3.einkunn í Opnum flokki. Aðrir náðu ekki einkunn þann daginn.
Á öðrum degi náði svo Vatnsenda Karma 2.einkunn í UF og og varð besti hundur prófs í UF. Vorstehhundarnir Veiðimela Yrja og Veiðimela Karri náðu 3.einkunn í OF og varð Karri valinn besti hundur prófs í OF.
Við óskum einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Á þriðja degi var svo Keppnisflokkur. 1.sæti hreppti Enski pointerinn Vatnsenda Kjarval og í 2.sæti varð Heiðnabergs Bylur ( Vorsteh ) Aðrir náðu ekki sæti.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
Þannig að það voru Enskur pointer og Vorsteh sem gerðu það gott um helgina 🙂

Kjarval

Kjarval sem hvolpur 🙂 Af litlum neista verður oft mikið bál 😉


Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.