Vorsteh gerði gott mót um helgina í Vorprófi DESÍ 🙂
Á laugardeginum var það Lárus Eggertsson með Munkefjellets Mjöll (strýhærður Vorsteh ) sem landaði 1.einkunn og varð besti hundur prófs, og við óskum Lalla til hamingju með það.
Svo á sunnudeginum náði Unnur Unnsteinsdóttir með snögghærða vorstehhundinn Veiðimela Kröflu 1.einkunn og Guðni Stefánsson með strýhærða vorstehhundinn GG Sef 2.einkunn. Innilega til hamingju með árangurinn bæði tvö.
Farandgripurinn Rjúpan var svo veittur besta hundi helgarinnar sem var Munkefjellets Mjöll.
Dómari var Guðjón Arinbjarnarson.
Flott próf hjá DESÍ, nóg af fugli og fínt veður 🙂
Hér eru myndir af vinningshöfum helgarinnar og hægt er að smella á þær til að stækka.
nóvember 2024 S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Færslusafn
Innskráning