Stjórnin hittist stutt á óformlegum fundi í síðustu viku.
Komu fram vissar áhyggjur eins og áður um sundrung í sportinu vissar og leiðir til að þjappa fólki saman.
*Apríl prófið væri fallið niður (sem þýðir tapaðar tekjur fyrir deildina)
*Hversu mikilvægt það væri að hafa góða skráningu fyrir Október prófið (þar sem deildin er með sjálfstæðan fjárhag fyrir prófin)
Það var rætt að viku fyrir aðalfund var gengið munnlega frá því við Tore Kallekleiv að hann myndi koma og dæma haustprófið ásamt öðrum erlendum dómara. Núverandi stjórn fannst það geta orðið til þess að þar sem Tore hefur komið hér nokkrum sinnum áður, er vinamargur á Íslandi og er tengdur ræktunarlínum að eitthvað umtal yrði og fólk myndi jafnvel sleppa því að vera með, að skráning gæti orðið of lítil, að það væri betra fyrir deildina að fá tvo ferska og góða dómara sem ekki hafa komið áður.
Útfrá fundinum var talað við Grétu sem sat í stjórn og hafði verið sambandi við Tore fyrir hönd Vorstehdeildarinnar, fannst henni þetta miður en skildi sjónarmið nýju stjórnarinnar.
Farið var þá í það að hringja í Tore sem skildi málið fullkomlega og vildi koma þeim skilaboðum til deildarinnar og deildanna að hætta þessu leikskóladrama, staðinn fyrir að eyða tímanum í niðurrif að eyða honum í hundinn og sameinast að því sem máli skiptir, þ.e. hundunum, því lífið væri of stutt til að eyða í rifrildi. Svo óskaði hann öllum góðs gengis.
Einnig var sent bréf á Tore þar sem þetta var útskýrt aftur, og í leiðinni honum þakkað fyrir frábær störf fyrir okkur íslendinga í gegnum tíðina, sem prófdómari, fyrirlesari, og ýmsa aðra aðstoð sem hann hefur veitt okkur.
Því var komið algerlega til skila að þetta snérist ekki um neitt annað en að koma í veg fyrir mögulegar tengslaumræður af einhverjum hætti.
Það er því okkar von að deildarmeðlimir og aðrir sýni því skilning þegar reynt er að fylgja þeirri stefnu að fá hér tvo nýja erlenda dómara í hvert próf til þess eins að þeir sem taka þátt í prófum Vorstehdeildar fái í hvert skipti möguleika á umsögn dómara sem ekki hefur komið hér áður.