Kveðja og þakkir frá Bergþóri S. Antonssyni sem tók þátt í HM & SCT. HUBERTUS CUP

Bergþór S. Antonsson sendi stjórn bréf og myndir varðandi þáttöku hans og Fjallatinds Stíg á Heimsmeistarmótinu fyrir standandi fulgahunda og Sct. Huberts Cup.

 

Komið þið sæl og blessuð.                                              

 

Undirritaður tók þátt í heimsmeistarkeppni standandi fuglahunda WORLD CHAMPIONSHIP FOR POINTING DOG  & SCT. HUBERTUS CUP sem haldin var í Danmörku dagana 19-21 oktober 2016. Þátttaka mín hefði ekki verið möguleg nema með ykkar hjálp og langar mig að þakka kærlega eftirfarandi aðilum fyrir að mín þátttaka varð að veruleika.

 

Vorstehdeild HRFI á Íslandi sem var mér innanhandar og aðstoðuðu mig eftir fremsta megni svo allt færi eftir settum reglum og boðleiðum.

Stjórn HRFI sem samþykkti mig sem fulltrúa fyrir Íslands hönd í keppninni.

Versluninni Bendir sem var sponsor minn í keppninni.

Og svo ber mér að sjálfsögðu að minnast á þakkir til danska kennelklúbbsins sem héldu stórglæsilegt mót og tóku virkilega vel á móti mér. Það var gaman að finna hvað ég var velkominn en þeir leggja mikið í að taka vel á móti nýliðum.

 

Var mér færð gjöf af tilefninu sem ég hyggst áframsenda á Vorstehdeild HRFI. Finnst hún eiga heima í þeirri deild.

En í stuttu máli var þetta rosalega gaman og lærdómsríkt. Þarna öðlaðist ég reynslu sem vonandi á eftir að nýtast í framtíðinni hvort heldur mér eða öðrum. Ég var stoltur keppandi fyrir Íslands hönd og því mun ég aldrei gleyma.

Það er aldrei að vita nema ég skrifi fljótlega um reynslu mína af þessu móti en það gæti verið gaman fyrir áhugasama að lesa um.

 

Kærar þakkir öll

Kær kveðja frá Noregi

Bergþór S Antonsson

 

 

 

3z2a8587 3z2a8590 3z2a8597-1 3z2a8597 3z2a8627 3z2a8629 3z2a8633 3z2a8636 3z2a8640 3z2a8646 3z2a8686 3z2a8705 3z2a8709-1 3z2a8709 3z2a8715 3z2a8719 3z2a8722 3z2a8732 3z2a8741 3z2a8775 3z2a8776 3z2a8829 3z2a8831 3z2a8836 3z2a8837 3z2a8839 3z2a8848 3z2a8859 3z2a8871 3z2a8876 3z2a8881 3z2a8886 3z2a8890 3z2a8954

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.