Bendisprófinu er lokið – Úrslit

Bendisprófi Vorstehdeildar lauk í gær sunnudag með keppnisflokki.

Prófið var sett á föstudaginn kl. 9:00 í Sólheimakoti. Sjö hundar voru mættir til leiks í opnum flokki á föstudeginum. Mikið var af fugli og mikið af tækifærum fyrir hundana.

Bendishunda Saga (Þoka) og eigandi hennar Guðmundur Pétursson lönduðu 1. einkunn.

dagur1

Frá vinstri: Einar með Caztro, Øivind, Hannu, Guðmundur með Þoku og Einar Örn með Kröflu

Veiðimela Krafla og eigandi hennar Einar Örn fengu 3. einkunn.

Hafrafells Zuper Caztro og eigandi hans Einar Guðnason fengu 3. einkunn.

 

 

 

Á laugardeginum var prófið sett suður með sjó. Nánar tiltekið á Dunkin Donuts. Sex hundar voru skráðir í opinn flokk á laugardeginum. Sama var upp á teningnum á laugardeginum, fullt var af fugli og tækifærin voru næg. Dagurinn endaði þannig að Bendishunda Saga (Þoka) og Guðmundur Pétursson endurtóku leikinn frá föstudeginum og nældu sér aftur í 1. einkunn. Glæsilegt það!

 

thokasokn

Guðmundur sendir Bendishunda Sögu (Þoku) í sókn

hannuogoivind

Dómararnir Øivind frá Noregi og Hannu frá Finnlandi

lallimjoolnir

Annar prófstjórinn Lárus Eggertsson með hundi sínum Ice Artemis Mjölni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppnisflokkur var settur í Sólheimakoti í gær sunnudag og alls mættu sjö hundar til keppni. Keppnin hófst svo í Laxnesi og veðrið var ekki eins gott og fyrstu tvo dagana. Dagurinn endaði svo að Bendishunda Saga (Þoka) kláraði helgina með stæl. Hún tók fyrsta sætið í keppnisflokki með meistarastigi og eini hundur sem náði sæti.

verdlaun-gummi

Bendishunda Saga (Þoka) með dómurum og eiganda

 

 

 

 

 

 

 

 

einarcaztro

Hafrafells Zuper Caztro og Einar Guðnason. Caztro landaði 3. einkunn á föstudeginum

einarkrafla

Veiðimela Krafla og Einar Örn með 3. einkunn á föstudeginum

 

 

jonsvangleipnir

Létt yfir þeim Heiðnabergs Gleipni von Greif og Jóni Svan Grétarssyni

 

 

diana

Díana Sigurfinnsdóttir var hinn prófstjórinn. Eiga hún og Lárus innilegar þakkir skilið fyrir þeirra framlag!

 

 

 

 

 

 

 

 

biggifroni

Bendishunda Fróni og Birgir Örn

dagur2byrjun

Hópurinn sem mætti suður með sjó á laugardeginum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

gaui

Guðjón, Jón Hákon og Guðmundur. Guðjón Arinbjörnsson var fulltrúi HRFÍ. Guðjóni er vert að þakka innilega fyrir hans hjálp í prófum okkar á þessu ári

 

 

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í Bendisprófinu. Þetta var drengilegt í alla staði og þannig eiga próf og keppnir einmitt að vera. Frábærir hundar og félagsandinn ekki síðri.

Almenn ánægja var með happdrættið og það er komið til að vera í prófum deildarinnar.

Eydís Gréta Guðbrandsdóttir og Kjartan Antonsson eiga hrós skilið fyrir lýsingarnar alla dagana sem og myndirnar.

Dómararnir Øivind Skurdal og Hannu M. Liedes fá þakkir fyrir þeirra störf.

Okkar styrktaraðilar! Hvað er hægt að segja en að án ykkar stuðnings væri þetta ógerlegt. Bendir sérverslun fyrir allt sem okkur vantar fyrir besta vininn, Málning ehf. sem á alla regnbogans liti þegar við viljum hressa upp á eignina okkar, Famous Grouse umboðsaðili hins frábæra eðals viskí, Bío Bú sem framleiðir lífrænt ræktaðar mjólkurvörur og Fresco sem býður upp á salatrétti þar sem gestir ráða ferðinni hvað þeir vilja í salatið.

Að lokum viljum við enn og aftur þakka þeim Guðjóni Arinbjarnarsyni, Lárusi Eggertssyni og Díönu Sigurfinnsdóttur fyrir þeirra einstaka framlag um liðna helgi.

 

 

Við óskum öllum ánægjulegrar rjúpnavertíðar og við sjáumst hress í prófum á nýju ári!

Stjórn Vorstehdeildar HRFÍ

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.