Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 og hefst kl. 20.00.
Stjórn HRFÍ boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í veislusal reiðhallar hestamannafélagsins Spretts, Hestheimum 14-16, Kópavogi, fimmtudaginn 26. maí n.k og hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál
Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem borgað hafa félagsgjald sitt fyrir 2016, að lágmarki fimm virkum dögum fyrir fundinn. Greiðsluseðlar vegna félagsgjalds 2016 voru sendir til félagsmanna í byrjun janúar. Þá er hægt að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.
Á fundinum ganga úr stjórn Sóley Halla Möller, Guðmundur A. Guðmundsson meðstjórnendur og Ragnhildur Gísladóttir, varamaður. Í framboði í stjórnarkjöri eru Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þorsteinn Thorsteinsson. Þau bjóða sig fram aðallega í aðalstjórn en til vara í varastjórn.
Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund og jafnframt sendir öllum félagsmönnum á tölvupóstlista.
Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund. Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast.
Stjórn Hundaræktarfélags Íslands