Úrslit dagsins eru:
Bendishunda Mía Vorsteh 1. einkunn
Bendishunda Þoka (Saga) Vorsteh 2. einkunn
Bendishunda Fróni (Jarl) Vorsteh 1. einkunn
Hafrafells Zuper Caztro Enskur Setter 3. einkunn
Ice Artemis Blökk Strýhærður Vorsteh 2. einkunn
Fóellu Kolka Breton 1. einkunn
Rjúpnasels Rán Enskur Setter 2. einkunn
Nú eru Bendishunda Fróni (Jarl) og Bendishunda Mía komin með þáttökurétt í Keppnisflokk!
Nokkrir af einkunnarhöfum dagsins og dómarar (á myndina vantar Ice Artemis Blökk og Hafrafells Zuper Caztro og eigendur þeirra).
Gaman að segja frá því að þegar Kjetil talaði um þá hunda sem hann dæmdi í dag dró hann djúpt andann þegar hann kom að Fóellu Kolku, sagði að hann hefði bókstaflega fengið tár í augun og þessi hundur væri alveg prima. Really, really, really good dog.
Eitthvað barst talið að Kolkunni líka úti á plani og hann sagði að þessu hundur væri einn sá albesti sem hann hefði séð og svona hundar væru taldir á fingrum annarar handar í Noregi. Fóella Kolka er búin að landa 2x 1. einkunn á 2 dögum.
Kjetil talaði líka um hvað hundarnir hérna væru heilt yfir góðir veiðihundar, effectivir og það að sjá alla hunda meira og minna 100% í heiðrun væri sjaldgæft í Noregi.
Flottur dagur, með 7 einkunum, 4 af þeim fengu Vorstehhundar, keppnisflokkur á morgun og spennan í hámarki.