Kæru félagar,
nú styttist óðum í Bendispróf 2016.
Stjórn Vorstehdeildar langar að athuga áhuga félagsmanna á að bjóða dómurum og maka í kvöldverð föstudaginn 1. apríl (þetta er ekki aprílgabb :-)). Dómarar sem hingað hafa komið í gegnum árin hafa haft orð á því hversu gaman það er að koma inn á íslensk heimili. Með þessu verður deildin okkar opnari og líflegri.
Áhugasamir geta sent okkur línu á vorsteh@vorsteh.is.
Laugardaginn 2. apríl mun Vorstehdeild halda sannkallaða kjötsúpuveislu í Sólheimakoti kl. 19:00. Þar munu dómarar snæða og gefst öllu áhugafólki um veiðipróf tækifæri á að mæta. Verð er 1500kr. og eru áhugasamir vinsamlegast beðnir um að tilkynna komu sína fyrir 30. mars á vorsteh@vorsteh.is.
Kær kveðja,
Stjórn Vorstehdeildar