Dómarakynning.

Í veiðiprófi Vorstehdeildar sem haldið verður 1 -3 apríl nk. verða tveir erlendir dómarar þeir Kjetil Kristiansen frá Noregi og Birger Knutsson frá Svíþjóð.

Kjetil Kristiansen er 53 ára og býr í Stavanger í Noregi. Kjetil hefur átt Vorsteh hunda sl. 20 ár verið þátttkandi í veiðipórfum undanfarin 15 ár.

Í dag er Kjetil með tvo hunda, Haugtuns DPB Phønix og Rugdelias PME Vega. Phønix hefur náð um 30 verðlaunum í unghunda, opnum og keppnisflokki.

Kjetil hefur nú dregið sig í hlé í þátttöku í prófum þar sem dómarastöfin hafa tekið við, en fyrir  5 árum fékk Kjetil dómararéttindi sem sækiprófsdómari og fyrir 3 árum fór hann að læra til dómara fyrir veiðipróf á fjalli og útskrifaðist í ágúst 2015. Kjetil dæmt í fjölmörgum prófum síðan haustið 2015.

kjetil

Kjetil Kristiansen

Birger Knutsson er 66 ár og býr Alingsons í Svíþjóð. Birger hefur verið dómari sl.30 ár og hefur dæmt yfir 1000 hunda á því tímabili í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Birger var í rúm 15 ár formaður dómararáðs í Svíþjóð. Birger á í dag fjóra hunda, pointer, snögghærðan vorsteh, og tvo mínka hunda. Árlega er Birger með um 2500 fugla (fashana og hænsfugla) á landinu sínu þar sem hundaeigendur geta komið og þjálfað, veitt og haldið próf.Í október nk. mun Birigr skipulegga “Sweden Championship for English Birddogs”.

birgir

Birger Knutsson

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.