Bendispróf Vorstehdeildar – úrslit

Bendispróf Vorstehdeildar var haldið um sl. helgi 2. – 4. október.

Föstudaginn 2. október voru skráðir til leiks 6. hundar í unghundaflokki og 10.hundar í opnuflokki

Dómarar voru norðmennirnir Rune Nedebro og Rune Mikalsen.

Ein einkunn kom í hús þennan dag, Ice Artemsi Blökk nældi sér í 2.einkunn í opnuflokki ásamt leiðanda sínum Björgvini Þórissyni.

Laugardaginn 3.október voru skráðir til 8. hundar í unghundaflokki og 12. í opnumflokki. Dómarar voru þeir sömu og fyrri daginn.

Tvær einkannir komi hús þann dag í unghundaflokki náði Veiðimela Freyja 2.einkunn ástamt leiðanda sínum Stefáni G. Rafnssyni.

Í opnum flokki náði Fjallatinda Alfa 1.einkunn ástamt leiðanda sínum Gunnar P. Róbertssyni.

Á sunnudeginum 4. október var fyrirhugað að halda keppnisflokk og voru 9. hundar skráðir til leiks, því miður voru veðurguðirninr ekki hliðhollir okkur þennan dag, úrhellis rigning og mikill vindur það fór því þannig að prófstjóri aflýsti prófi. Mikil vonbryggði en við stjórnum víst ekki veðrinu.

Dómarar prófins höfðu orð á því hve mikið væri um flotta hunda í prófinu og nefndu sérstaklega unghundaflokkinn, þeir áttu a.m.k. mjög ánægjulega daga með ykkur kæru þátttakendur og eru meira en til í að koma aftur til Íslands að dæma.

Við í stjórn deildarinnar og aðrir starfsmenn prófsins þökkum kærlega fyrir frábæra þátttöku og skemmtilega helgi. Án ykkar þátttöku værum við ekki að halda próf. Nú hefst vinna í að skipleggja næsta próf deildarinnar sem verður að öllum líkindum í mars á næsta ári.

Inn á Face Book síðu deildarinnar er fullt af myndum úr prófinu úr opna flokknum báða dagana, ef þið eigið myndir úr unghundaflokknum þá biðjum við ykkur endilega að deilda þeim á síðuna.

 

úrslit

Vinningshafar og dómarar 3.okt Rune M. Gunnar, Stefán og Rune N. Fjallatinda Alfa og Veiðimela Freyja

dómarar

Dómarar prófsins Rune Nederbo og Rune Mikalsen

blökk

Vinninshafar föstudagsins Ice Artemis Blökk, Björgvin og Rune N.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.