Royal Canin próf FHD – Áfangafellsprófið var haldið dagana 12.-14 september. Fimm Vorsteh-hundar voru skráðir til leiks, í unghundaflokki voru það Veiðimela, Jökull, Ciara og Karri. Í keppnisflokki voru það Heiðnabergsbræðurnir Gleypnir og Bylur.
Á fyrsta degi náði enginn Vorsteh-hundur einkunn, á degi tvö náðu Veiðimela bærðurnir Karri og Jökull einkunn. Karri landaði 1.einkunn og Jökull náði 3. einkunn, Karri var valinn besti unghundur dagsins.
Á þriðja og síðasta degi prófsins náðu systkyninn Veiðimela Mía og Jökull bæði 2.einkunn. Mía var valinn besti unghundurinn þann dag. Yfir alla prófdagana var Veiðimela Karri valinn besti unghundurinn.