Royal Canin próf FHD – Áfangafellsprófið – árangur Vorsteh-hunda.

Royal Canin próf FHD – Áfangafellsprófið var haldið dagana 12.-14 september. Fimm Vorsteh-hundar voru skráðir til leiks, í unghundaflokki voru það Veiðimela, Jökull, Ciara og Karri. Í keppnisflokki voru það Heiðnabergsbræðurnir Gleypnir og Bylur.

Á fyrsta degi náði enginn Vorsteh-hundur einkunn, á degi tvö náðu Veiðimela bærðurnir Karri og Jökull einkunn. Karri landaði 1.einkunn og Jökull náði 3. einkunn, Karri var valinn besti unghundur dagsins.

Á þriðja og síðasta degi prófsins náðu systkyninn Veiðimela Mía og Jökull bæði 2.einkunn. Mía var valinn besti unghundurinn þann dag. Yfir alla prófdagana var Veiðimela Karri valinn besti unghundurinn.

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.