Bendispróf Vorstehdeildar 2.- 4. október.

bendirmynd

Bendispróf Vorstehdeildar verður haldið dagana 2.-4. október.

Föstudaginn 2.október verður unghundaflokkur og opinflokkur.

Laugardaginn 3.október verður unghundaflokkur og opinflokkur.

Sunnudaginn 4.október verður keppnisflokkur.

Dómarar í prófinu koma frá Noregi og eru þeir Rune Nedreboe og Rune Mikalsen.

Prófsjórar eru þeir Gunnar Pétur Róbertsson og Lárus Eggertsson.

Fulltrúi HRFÍ; Guðjón Arinbjörnsson.

Prófið verðu haldið í nágrenni Reykjavíkur.

Föstudag og Laugardag veður prófið sett í Sólheimakoti kl.9:00 og á sunnudeginum kl.10:00.

Styrktaraðili prófsins er Bendir sem er sérvöruverslun með hundavörur. Bendir er til húsa í Hlíðarsmára 13 í Kópavogi og er verslunin opin daglega frá kl.10-18 og á laugardögum frá kl.11-15 og Famous Grouse umboðið á Íslandi.

Allir þeir sem ná einkunn í UF og OF og sæti í KF fá medalíu og verðlaun.

Besti hundur prófs veður ekki valinn.

Kynning á dómurum.

runeM.

Rune Mikalsen

Rune Mikalsen er sannkallaður norðmaður enda hefur maðurinn alið manninn í norður Noregi.

Rune er kvæntur og eiga þau hjón þrjú börn. Rune kemur frá Hammerfest sem er ekki langt frá Alta, til gamans ættu margir hverjir að kannast við þá víðfrægu laxveiðiá Alta svo norðanlega kemur maðurinn.

Undanfarinn 15 ár hefur hann búið í Tromsø og starfar þar sem framkvæmdarstjóri hjá Scanfish Norway, en það er fyrirtæki sérhæfir sig á útflutning af fiskmeti.

Þau hjón eiga í dag þrjá fuglahunda 2 Pointer og einn Vorsteh ( NJ(K)CH Howdmyras Sway.

En gefum Rune orðið:

Ég nota alla okkar hunda meira og minna allt árið í veiðar, veiðipróf og allt sem við kemur því að vera aktívur útvistamaður.

Hvað varðar Vorsteh hundinn minn þá höfum við verið meðal annars verið í úrslitum í bæði á fjalli og í skóglendi í Norwegian Championship.

Einnig hef ég verið 5 sinnum fulltrúi Vorsteh í liðakeppni. Þar sem hver tegund er með þrjá fulltrúa. (Gordon Setter, English Setter, Irish Setter, snögghærður Vorsteh, Strýhærður Vorsteh, Breton og Pointer).

runen.

Rune ásamt íslandsvininum Andreas B.

Rune Nedrebo er hinn dómarinn sem kemur að dæma hjá okkur í Bendisprófinu 2.- 4. október.

Rune N er 43 ára og á eina dóttur sem er tvítug.

Hann býr í Møre og Romsdal fylki nánar tiltekið í Molde. Fyrir 19 árum síðan stofnaði hann garðyrkjufyrirtæki sem hann rekur enn þann dag í dag.

Fyrir utan hundanna er hans helstu áhugamál meðal annars móturhjól, þá helst segist hann vera Harley Davidson maður, þar segist hann huga vel að Harley-inum sem er chooper hvort sem um ræðir að betrum bæta hjólið eða aka um strætin í Molde.

En yfir í mál málanna, um hundamálin segir Rune:

Ég keypti minn fyrsta snögghærða Vorsteh 2002. Síðan þá hef ég átt 7 Vorsteh hunda. Á heimilinu í dag er ég með 4 hunda.Fjórir af mínum hundum eru með sæti í keppnisflokki. (Vinnerklasse) og Årdalens Revolution er NJCH ( Norsk Jakt Champion).

Rune er með sína eingin ræktun og ber hún nafnið Tverregga.

Skráning í prófið.

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 eða í síma 588-5255 (opið kl. 10-15).

Prófnúmer er 501510.

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer.

Tiltakið ættbókarnúmer og nafn hunds sem og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í.

Verð fyrir einn dag er 4500,-, tvo daga 7000,- þrjá daga 9.500.-

Síðasti skráningardagur er 23.september.

Bendir-logo_1

 

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.