Þátttökulisti alla dagana nema annað sé tekið fram
Unghundaflokkur:
Vindølas Ta-Kria Enskur setter
Veiðimela Jökull Vorsteh, snögghærður
Veiðimela Ciara Vorsteh, snögghærður
Veiðimela Karri Vorsteh, snögghærður
Opinn flokkur:
Rjúpnasels Funi (12.& 13. sept) Enskur setter
Rjúpnasels Rán (12.& 13. sept) Enskur setter
Rjúpnasels Þruma (12.& 13. sept) Enskur setter
Rjúpnasels Skrugga Enskur setter
Fóellu Ari Breton
Fóellu Kolka Breton
Karacanis Harpa Pointer
Keppnisflokkur:
ISCh Midvejs Xo
BretonMidvejs Assa Breton
ISFtCh Vatnsenda Kjarval Pointer
Heiðnabergs Gleipnir von Greif Vorsteh, snögghærður
C.I.B. ISFtCh RW-13/14 ISCh Heiðnabergs Bylur von Greif Vorsteh, snögghærður
Háfjalla Týri Enskur setter
Álakvíslar Mario Enskur setter
Styrktaraðilar gefa eftirfarandi
Allir þátttakendur fá poka af Royal Canin 1kg. Endurance 4800 orkufóðrinu fyrir vinnuhunda.
Bestu hundar í hverjum flokk fá verðlaunagrip frá Dýrheimum, umboðsaðilum Royal Canin og 1 flösku af Glenfiddich, single malt Scotch Whiskey og Coke zero slekkur þorstann.
Dómarar í prófinu eru:
Egill Bergmann sem dæmir laugardag og sunnudag og Björn Solheim og Rolf Hamstad frá Noregi.
Guðjón Arinbjörnsson er fulltrúi HRFI. Prófstjóri er Pétur Alan Guðmundsson.
Þátttakendur geta komið í Áfangafell seinnipart föstudags. Athugið að hundarnir eiga að vera í búrum í skálanum og það verður að þrífa upp eftir þá fyrir utan.
Sameiginlegur veislukvöldverður verður á laugardagskvöldinu í boði Melabúðarinnar. Verður hann á afar sanngjörnu verði sem er 2500 kr. fyrir máltiðina og gengur upphæðin óskert til FHD. Þeir sem vilja vera í honum eru beðnir um að greiða á reikning FHD og senda kvittun á petur@thinverslun.is í síðasta lagi miðvikudagskvöld. Einnig er hægt að greiða á staðnum en staðfesta þarf í netfangið fyrrnefnda.
Á sunnudagskvöldinu er fyrirhugað að menn komi með eigin mat og væri þá upplagt að slá saman í villibráð.
Ekki gleyma að taka með snyrtilegan fatnað fyrir veislukvöldverðinn, sundfatnað, handklæði, svefnpoka/sæng, búr fyrir hundinn, flugnanet og góða skapið.
Rýma þarf og þrífa skálann á mánudagsmorgun fyrir prófsetningu og gerum við það öll saman.
Prófið verður sett alla dagana kl. 09:00 í Áfangafellsskálanum
Ef menn vilja sameinast í bíla, hafið samband við Sigga Benna í s:660-1911.