Royal Canin prófið FHD í Áfangafelli 12-14. sept.

Nú styttist í Royal Caninprófið/Áfangafellsprófið margrómaða sem haldið er á heiðunum við Blöndulón.  Prófið er víðfrægt fyrir töluvert magn af rjúpu, frábært einkunnahlutfall og skemmtilega samveru í Áfangafellsskálanum.

Royal Caninprófið verður haldið dagana 12.-14. September (athugið laugardag, sunnudag og mánudag)  en prófið þurfti að færa fram um eina helgi frá áður auglýstri dagsetningu vegna smalamennsku.

Prófað verður í öllum flokkum alla dagana þ.e. unghundaflokki, opnum flokki og keppnisflokki. Dómarar verða Björn Solheim og Rolf Hamstad frá Noregi og Guðjón Arinbjörnsson.  Egill Bergmann er tilbúinn að dæma verði þörf á.  Kynningu á Björn og Rolf má sjá á heimasíðu FHD

Við fáum Áfangafellsskálann á föstudagseftirmiðdag þegar smalamenn hafa yfirgefið hann en heiðin verður smöluð dagana á undan en eitthvað getur verið af sauðfé eftir á stöku stað.

Dagskrá alla dagana, 12.-14. sept:

UF/Unghundaflokkur (hundar að 2ja ára aldri) – OF/Opinn flokkur (Hundar eldri en 2ja ára) og KF/Keppnisflokkur (hundar sem náð hafa 1. Einkunn í OF)

Skráning í prófið fer fram á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15 eða í síma 588-5255 (opið kl. 10-15) og er síðasti skráningardagur 2. september.   

Prófnúmer er 501510

Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is og millifæra eða gefa upp kreditkortanúmer.

Tiltakið ættbókarnúmer og nafn hunds sem og leiðanda í prófinu auk hvaða flokka á að skrá í.

Verð fyrir einn dag er 4500,-, tvo daga 7000,- og þrjá daga 9500,-

Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 2. september.

Prófstjórar verða Sigurður Ben. Björnsson (Siggi Benni), Jón Garðar Þórarinsson og Bragi Valur Egilsson. Frekari upplýsingar gefur Siggi Benni í s:660-1911

Fulltrúi HRFÍ í prófinu er Pétur Alan Guðmundsson

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir bestu hunda í hverjum flokk alla dagana og besti hundur prófsins í hverjum flokk fær sérstök verðlaun.

Mjög góð aðstaða er í skálanum, stór stofa og borðstofa, fullkomið eldhús, sturtur og heitur pottur.

Stefnt er að því að tveir verði saman í herbergi. Hundar mega vera í búrum inni í herbergjunum. Sameiginlegur matur verður eitt kvöldið þar sem snillingurinn úr Kaldaprófinu FHD kokkurinn Óskar mun galdra fram stórkostlega veislumáltíð

Fullkomið eldhús er á staðnum sem fólk getur nýtt.

Einhverjir koma mögulega með fellihýsi og er vægt gjald fyrir aðstöðuna í skálanum.  Fólksbílafæri er á svæðið.

Panta verður gistingu í skálann fyrir 2. september hjá Pétri Alan Guðmundssyni  petur@thinverslun.is og þarf að staðfesta með fullri greiðslu við skráningu.  Gistigjald er kr. 7500.- fyrir þrjár nætur og er óendurkræft en framseljanlegt til annarra.  Skráning í gistingu telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Greiða skal inn á reikning Fuglahundadeildar 0536-04-761745  kt.670309-0290 og staðfesting send á petur@thinverslun.is

Fyrstur kemur fyrstur fær.

Styrktaraðilar eru Dýrheimar sem selja Royal Canin fóðrið,  Vífilfell sem selur Glenfiddich whiskey, Coca Cola ofl.

Hafi menn áhuga á að sameinast í bíla bæði til að spara eldsneytiskostnað og fá félagsskap er mönnum bent á að hafa samband við prófstjóra. Skráning í prófið sjálft fer fram á skrifstofu HRFÍ á opnunartíma skrifstofu HRFÍ  (sjá nánar á www.hrfi.is) .

Þetta er viðburður sem enginn vill láta fram hjá sér fara!

Þessi færsla var birt undir Forsíðufrétt. Bókamerkja beinan tengil.